fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Gunnar Nelson opnar sig um Salaskólaslagsmálin: „Barnalegt að kenna mér um“

Skólastjóri Salaskóla sagði Gunnar hættulega fyrirmynd – Gunnar viðurkennir að sportið sé ekki fyrir alla

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 21. janúar 2016 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér finnst þetta bara vera barnalegt. Það er barnalegt að reyna að kenna einhverjum eins og mér, sem er að stunda mína íþrótt, um að einhverjir tveir strákar hafi verið að slást á skólalóð. Slagsmál hafa viðgengist helvíti lengi og langt fyrir mína tíð,“ segir bardagakappinn Gunnar Nelson í viðtali á vef MMAfrétta.

Sagði Gunnar hættulega fyrirmynd

Þar vísar Gunnar í frétt DV.is þann 14. desember síðastliðinn þar sem greint var frá slagsmálum drengja á aldrinum tíu til ellefu ára í Salaskóla. DV ræddi við Hafstein Karlsson skólastjóra sem sagði að kenna mætti hrifningu á Gunnari Nelson um. Sagði hann það skelfilegt að svona viðbjóðsleg íþrótt eins og MMA væri hafin upp til skýjanna og að Gunnar væri hættuleg fyrirmynd.

Hnefahögg í andlitið

„Þetta er hreinn viðbjóður og því miður er fullt af litlum drengjum sem horfa á þetta á vefnum án vitundar foreldra sinna. Þarna sjá þeir Gunnar Nelson sem hefur verið hafinn upp til skýjanna hér á landi fyrir þetta ofbeldi,“ sagði Hafsteinn sem bætti þó við að oft yrðu stympingar á milli drengja. „En hnefahögg beint í andlitið er eitthvað sem maður hefur ekki verið að sjá. Ekki svona eins og núna. Það er eins og þetta sé leyfilegt. Þetta er alvarlegt mál. Þessir krakkar horfa á þetta á netinu án þess að foreldrar þeirra viti. Þetta snýst bara um hnefahögg í andlitið. 10-11 ára strákar. Þetta er þessi aldur sem setur enga síu,“ sagði hann.

Ekki fyrir alla

Gunnar opnar sig um ummæli Hafsteins í viðtalinu við MMA-fréttir og gefur hann lítið fyrir þau.

„Ég hef oft sagt það áður að það er kannski ekki fyrir alla að horfa á þetta sport. Foreldrar eiga að dæma um það eða stjórna því hvort börnin sín eigi að horfa á þetta ekki og hvort þau hafi þroska til að skilja hvað er að gerast. Að ætla að kenna Michael Schumacher um að einhver hafi keyrt of hratt niður í bæ er eins asnalegt og það hljómar,“ segir Gunnar Nelson meðal annars í viðtalinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fékk þungan dóm fyrir að skjóta 3 vikna dóttur sína til bana með lásboga

Fékk þungan dóm fyrir að skjóta 3 vikna dóttur sína til bana með lásboga
Fréttir
Í gær

Jónas Már segir kolröng skilaboð send til barna – „Ekki minnist ég að hafa séð svona skilti í minni æsku“

Jónas Már segir kolröng skilaboð send til barna – „Ekki minnist ég að hafa séð svona skilti í minni æsku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Taldi sig vera í ástarsambandi við Chat GPT botta – Réðist á lögreglumenn og var skotinn til bana

Taldi sig vera í ástarsambandi við Chat GPT botta – Réðist á lögreglumenn og var skotinn til bana
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gunnar fyrirgaf morðingja móður sinnar – „Var nýbúin að segja mér að hún væri bara reiðubúin að fara“

Gunnar fyrirgaf morðingja móður sinnar – „Var nýbúin að segja mér að hún væri bara reiðubúin að fara“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmæla sölu félagsheimilisins Hnitbjarga – Tvöfaldur íbúafjöldinn skrifað undir undirskriftalista á einum degi

Mótmæla sölu félagsheimilisins Hnitbjarga – Tvöfaldur íbúafjöldinn skrifað undir undirskriftalista á einum degi