fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Pressan

Fjölmargir erlendir ríkisborgarar sitja fastir í Wuhan – Vilja banna ferðamenn frá Kína

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 28. janúar 2020 11:37

Frá Wuhan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talið er að um 400 ástralskir ríkisborgarar sitji nú fastir í borginni Wuhan í Kína. Kórónaveiran heldur áfram að dreifast um heimsbyggðina en útbreiðsla veirunnar á rætur sínar að rekja til borgarinnar.

Áströlsk yfirvöld – og yfirvöld annarra ríkja – reyna nú að koma þegnum sínum til síns heima. Allt áætlunarflug til og frá borginni liggur niðri og þá hafa verulegar takmarkanir verið settar á aðra samgöngumáta. Íbúar í borginni hafa verið hvattir til að halda sig innandyra til að takmarka líkur á enn meiri útbreiðslu veirunnar. Staðfest dauðsföll af völdum veirunnar eru rúmlega hundrað í Kína og þá eru staðfest smit í Hubei-héraði, þar sem Wuhan er stærsta borgin, orðin rúmlega 2.700.

Búið er að staðfesta smit í mörgum löndum; Þýskalandi, Bandaríkjunum, Taílandi, Taiwan, Japan, Suður-Kóreu, Víetnam, Singapúr, Malasíu, Nepal, Frakklandi, Kanada, Ástralíu og Sri Lanka.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði í morgun að þarlend yfirvöld væru einnig að reyna að koma breskum ríkisborgurum heim. Ekki liggur fyrir hversu margir þeir eru. Þá segja japönsk yfirvöld að yfirvöld í Kína hafi heimilað flutning á 650 Japönum frá Wuhan.

Ljóst er að íbúar margra landa eru áhyggjufullir og til marks um það hafa yfir 500 þúsund manns í Suður-Kóreu skrifað undir áskorun þess efnis að ferðalöngum frá Kína verði bannað að koma til landsins þar til tekist hefur að hefta útbreiðslu veirunnar.

Í morgun var greint frá fyrstu tilfellum um smit milli manna í Evrópu. Þjóðverji, sem ekki hafði ferðast til Kína, smitaðist af kínverskri samstarfskonu sinni. Í morgun var einnig greint frá sambærilegu tilviki í Japan þar sem japanskur karlmaður, sem ekki hefur ferðast til Kína, smitaðist. Maðurinn, sem er á sjötugsaldri, starfar sem rútubílstjóri. Þá var greint frá því í morgun að yfirvöld í Hong Kong hefðu ákveðið að stöðva lestarsamgöngur milli sjálfstjórnarsvæðisins og meginlands Kína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Prófessor segir að háskólanemar stundi ekki nógu mikið kynlíf og það ýti þeim út í þetta

Prófessor segir að háskólanemar stundi ekki nógu mikið kynlíf og það ýti þeim út í þetta