fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Neita ákveðnum þjóðernishópum um aðgang að líkamsræktarstöð: Óttast hryðjuverkamenn

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 1. ágúst 2017 08:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forráðamenn Easyfitness líkamsræktarstöðvarinnar í Güstrow í Mecklenburg í Þýskalandi komust nýverið í fréttirnar eftir að þeir ákváðu að neita ákveðnum þjóðernishópum um aðgang að líkamsræktarstöðinni.

Die Welt segir að á miðvikudaginn í síðust viku hafi þrír grunaðir íslamskir öfgamenn verið handteknir í Güstrow. Fljótlega eftir að það spurðist út í bænum var sett upp tilkynning í glugga Easyfitness í bænum um að fólk úr minnihlutaþjóðernishópum væri ekki lengur velkomið.

Þremenningarnir sem voru handteknir á miðvikudaginn eru grunaðir um að hafa verið að undirbúa „ofbeldisaðgerð sem ógnar öryggi ríkisins“ að sögn saksóknara. Þeim var þó sleppt fljótlega úr haldi því dómari neitaði að fallast á gæsluvarðhaldskröfu yfir þeim.

Talsmenn líkamsræktarstöðvarinnar sögðu að handtökurnar hefðu hvatt þá til að banna minnihlutaþjóðernishópum aðgang. Það væri gert til að tryggja öryggi annarra gesta. Þeir sögðu að bannið næði til allra sem væru innflytjendur.

En málið vakti að sjálfsögðu mikla athygli og miklar umræður spunnust um það á samfélagsmiðlum og voru forráðamenn líkamsræktarstöðvarinnar sakaðir um rasisma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ingibjörgu Sólrúnu ofboðið: „Rán um hábjartan dag!“ – Sjáðu kvittunina

Ingibjörgu Sólrúnu ofboðið: „Rán um hábjartan dag!“ – Sjáðu kvittunina
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Medvedev hefur í hótunum – „Enginn getur ábyrgst að Kyiv lifi aðfaranótt 10. maí af“

Medvedev hefur í hótunum – „Enginn getur ábyrgst að Kyiv lifi aðfaranótt 10. maí af“
Fréttir
Í gær

Kvótaerfingi í auglýsingu SFS – Fjölskyldufyrirtækið var selt fyrir 9,5 milljarða

Kvótaerfingi í auglýsingu SFS – Fjölskyldufyrirtækið var selt fyrir 9,5 milljarða
Fréttir
Í gær

Síbrotakona heldur nágrönnum sínum í heljargreipum – Sögð hafa brotist inn í hverja einustu íbúð og geymslu í húsinu

Síbrotakona heldur nágrönnum sínum í heljargreipum – Sögð hafa brotist inn í hverja einustu íbúð og geymslu í húsinu