fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Fókus

Einn virtasti kvikmyndagagnrýnandi Breta spáir Hildi sigri á Óskarnum

Fókus
Föstudaginn 24. janúar 2020 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski kvikmyndagagnrýnandinn Mark Kermode, sem af mörgum er talinn einn sá virtasti í bransanum, segir tónlist Hildar Guðnadóttur úr myndinni Joker vera það allra besta sem tilheyrði kvikmynd á árinu liðnu.

Í laufléttu spjalli við Scala Radio segir Kermode dómnefnd bandarísku kvikmyndaakademíunnar vera langt á eftir sinni samtíð og telur það vera sorglegt hversu fáar konur eru tilnefndar til Óskars, bæði í ár og gegnum sögu verðlaunanna. Hann segir hugsunarhátt akademíunnar vera að breytast til hins betra en hefur þróunin verið fullhæg. Hann telur það vera afar niðurdrepandi að aðeins ein kona hafi fengið tilnefningu í flokki frumsaminnar tónlistar þetta árið. Hann er engu að síður ánægður með tilnefningu Hildar og er vongóður um sigurlíkur hennar.

„Ég held að flestir sem veðja á Óskarinn eru sammála því að Hildur Guðnadóttir sé stærsta uppáhaldið á komandi verðlaunahátíð fyrir tónlistina í Joker, sem er alveg stórkostleg. Þetta er mín allra uppáhalds kvikmyndatónlist frá síðasta ári,“ segir Kermode.

„Mér finnst þessi tónlist eiga skilið að vinna verðlaunin og ég tel afar líklegt að hún muni gera það.“

Viðtalið má sjá í heild sinni að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sydney Sweeney sleppti brjóstahaldaranum – Djarfasti klæðaburður hennar til þessa

Sydney Sweeney sleppti brjóstahaldaranum – Djarfasti klæðaburður hennar til þessa
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skilnaðarlögfræðingur um hvort karlar eða konur halda meira framhjá – Svarið gæti komið þér á óvart

Skilnaðarlögfræðingur um hvort karlar eða konur halda meira framhjá – Svarið gæti komið þér á óvart
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einn sögufrægasti áningarstaður landsins kominn á sölu – Eigendur stefna á ný mið

Einn sögufrægasti áningarstaður landsins kominn á sölu – Eigendur stefna á ný mið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vill losna við Scott úr lífi sínu og raunveruleikaþáttunum – Íhugar að setja fjölskyldu sinni afarkosti

Vill losna við Scott úr lífi sínu og raunveruleikaþáttunum – Íhugar að setja fjölskyldu sinni afarkosti
Fókus
Fyrir 5 dögum

Augu Kristínar opnuðust á föstudaginn: Sorgmædd þegar hún leit út um gluggann og sá hver kom út úr stigaganginum

Augu Kristínar opnuðust á föstudaginn: Sorgmædd þegar hún leit út um gluggann og sá hver kom út úr stigaganginum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sjötugur og faðir í áttunda sinn

Sjötugur og faðir í áttunda sinn