fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Fréttir

Trylltist um borð í vél Icelandair – Sagður hafa hrækt framan í lögregluna

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 21. janúar 2020 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bílasali hefur verið ákærður fyrir tvö atvik sem bæði varða meintar árásir hans á lögreglumenn.

Fyrra atvikið átti sér stað í mars í fyrra en þá er maðurinn sagður hafa tryllst um borð í vél Icelandair. DV greindi frá því atviki á sínum tíma en samkvæmt þeirri frétt brutust út átök um borð í vél á leið til Stokkhólms, fyrir flugtak.

Þurfti að leita aðstoðar lögreglu vegna manns sem var í annarlegu ástandi um borð og lét öllum illum látum. Olli þetta um 30 mínútna seinkun á fluginu en maðurinn var handtekinn og leiddur frá borði. Í ákæru gegn manninum er hann sakaður um að hafa slegið lögreglumann, við skyldustörf, hnefahöggi í andlitið í téðri flugvél.

Þá er maðurinn einnig sakaður um að hafa síðar í sama mánuði reynt að kýla annan lögreglumann, þá á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Hann er enn fremur sakaður um að hafa hrækt á þriðja lögreglumanninn í lögreglubíl á leið frá Landspítalanum á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Hrákinn lenti á vinstri vanga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ríkisstjórnin ætlar að styrkja Úkraínu um meira en tvo milljarða á næsta ári

Ríkisstjórnin ætlar að styrkja Úkraínu um meira en tvo milljarða á næsta ári
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sár og svekktur út í félag hjúkrunarfræðinga: „Þessi afstaða er ekki bara röng, hún er beinlínis hættuleg“

Sár og svekktur út í félag hjúkrunarfræðinga: „Þessi afstaða er ekki bara röng, hún er beinlínis hættuleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ofstopafull umræða í síðustu viku var ekki gagnleg fyrir íslenskt samfélag“

„Ofstopafull umræða í síðustu viku var ekki gagnleg fyrir íslenskt samfélag“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fulltrúi frá barnavernd boðaður á lögreglustöð eftir að ökumaður með börn í bílnum var handtekinn

Fulltrúi frá barnavernd boðaður á lögreglustöð eftir að ökumaður með börn í bílnum var handtekinn