fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Katrín fékk tíma á einkareknu heilsugæslunni samdægurs – Svarað fullum hálsi á Twitter

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 21. janúar 2020 10:15

Katrín Atladóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Kl 11 í morgun bókaði ég tíma hjá heimilislækni kl 13:20. Ekki amaleg þjónusta það. Vill svo til að heilsugæslan í hverfinu mínu er einkarekin, skil ekki af hverju sumt fólk er svona ofboðslega á móti þessu.“

Þetta sagði Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, á Twitter-síðu sinni í gær. Óhætt er að segja að færslan hennar hafi vakið talsverða athygli og spunnust talsverðar umræður um kosti og galla einkarekinnar heilbrigðisþjónustu. Flestir eru á því að sú staðreynd að um einkarekna heilsugæslu hafi verið að ræða hafi ekki skipt höfuðmáli upp á það hvenær Katrín fékk tíma.

Einkarekstur ekki endilega breytan

„Ég ætlaði að fá tíma hjá heimilislækni á einkareknu heilsugæslunni í hverfinu mínu í desember og það voru fjórar vikur í lausan tíma þannig að ég mætti á vaktina. Þannig að ég held að einkarekstur sé ekki endilega breytan sem gerði þetta að verkum í þínu tilfelli,“ segir Haukur Bragason, athafnamaður og þungavigtarmaður í þjóðfélagsumræðunni á Twitter.

Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, bendir á að hún hafi pantað tíma um kvöld á hverfisheilsugæslunni sinni og mætt fyrir hádegi næsta dag. Hún sé ekki einkarekin. Brynhildur spyr á móti: „Ég skil ekki af hverju svona margir eru á móti þessu? …“

Í umræðunum kemur fram að heilsugæslan sem Katrín nefnir sé í Lágmúlanum. Karl segir að sennilega hafi einhver dottið út og þess vegna hafi Katrín fengið tíma jafn fljótt og raun ber vitni. „Ég reyndi að panta tíma í gær og fyrsti lausi tími var í næstu viku.“

Jón segir opinbera kerfið hentugra

Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, segir það sína upplifun að opinber heilbrigðiskerfi séu bæði betri og hagkvæmari en einkarekin. „Kerfið í USA er td steypa. Þá á heildina litið. Hluta má einkavæða, eins og td heimilislækna. Annars erum við svo mikið mikrósamfélag að maður veit ekki.“

Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson blandar sér einnig í umræðuna og svarar Katrínu: „Frábært. EN SJALLARNIR FÁ EKKI AÐ EINKAVÆÐA HEILBRIGÐISKERFIÐ!!! ….bara smá. Ekki of mikið. SMÁ!! PÍNU! ….aðallega það sem myndi henta mér og mínum. OG ég vil ekki að neinn með Krabbamein þurfi að rífa upp veskið. Aldrei.“

Einn segist hafa upplifað íslenska og bandaríska heilbrigðiskerfið og niðurstaðan um hvort sé betra sé mjög skýr. „Eftir 5 ára dvöl í USA get ég sagt þér að munurinn á einka- og ríkisreknu heilbrigðiskerfi er sá að ég vil miklu frekar búa á Íslandi en USA. Því miður virðumst við svo vera að reyna að elta brotna kerfið þeirra t.d með einkareknu heilsugæslunni þinni,“ segir hann.

Sigurgeir Jónasson, stjórnarmaður í SUS í suðvesturkjördæmi, segir þó að mikill munur sé á því kerfi sem er við lýði í Bandaríkjunum og því kerfi sem Katrín – og hann sjálfur – hafa kallað eftir. „Munurinn á USA og Íslandi (það sem ég og Katrín viljum) er einkavætt heilbrigðiskerfi vs einkarekið heilbrigðiskerfi. Í einkareknu borga Sjúkratryggingar Íslands fyrir þig en í USA borgar þú sjálfur (nema þú sért með sérstaka tryggingu).“

Hvað segja þú lesandi góður? Ert þú fylgjandi eða andvíg/ur einkarekinni heilbrigðisþjónustu?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum