fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Pressan

Japan staðfestir fyrsta tilfelli dularfullrar veiru frá Kína

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 20. janúar 2020 08:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn er látinn og margir hafa veikst af völdum nýrrar veiru í Kína. Nú hefur veiran fundist í Japan og kannski í Tælandi. Í Japan hafa yfirvöld fundið fyrsta tilfelli veiru sem er talin eiga upptök í Kína. Japanska ríkisstjórnin greindi frá þessu á fimmtudag.

Kínverskur ríkisborgari, sem býr í nágrenni Tókýó, greindist með hina dularfulla corona-veiru, eftir að hafa ferðast til Wuhan í Kína í fyrr í mánuðinum. Samkvæmt fréttastofunni dpa greindi japanska heilbrigisráðuneytið frá þessu.

Maðurinn, sem er á fertugsaldri, var lagður inn á sjúkrahús síðastliðinn föstudag, en hann snéri aftur til Japan hinn 6. janúar. Einn er látinn og margir hafa veikst af völdum veirunnar í Wuhan í Kína.

Þetta hefur valdið miklum áhyggjum, sérstaklega vegna þess að veikindin koma upp svo stuttu fyrir kínversku áramótin, sem eru í lok janúar. Um það bil 1,4 milljarður Kínverja ferðast í tengslum við áramótin, bæði innan Kína og til útlanda. Gert er ráð fyrir að farnar verði 440 milljón lestarferðir og 79 flugferðir í tengslum við áramótin.

Gert er ráð fyrir að um 800.000 kínverjar muni ferðast til Taílands í tenglum við áramótin, þess vegna hafa taílensk yfirvöld aukið eftirlit á flugvöllum landsins.

Kínverska fréttastofan, Xinhua, greindi frá því hinn 9. janúar að talið væri að veiran sé nýtt afbrigði af corona-veirunni. Talið er að corona-veiran valdi stórum hluta kveftilfella hjá fullorðnum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, greindi frá því sama dag að nýtt afbrigði veiruættarinnar sem olli hinum banvænu lungnasjúkdómum, Sars og Mers (Middle East Respiratory Syndrome), geti verið orsök hins nýja sjúkdóms. Mers fannst fyrst í Kína árið 2012, en hann minnir á Sars sem fannst í Kína árið 2002 og dreifðist síðan um heimin. Sars fannst upphaflega í dýrum og um 800 manns létust af völdum sjúkdómsins.

Samkvæmt kínverskum yfirvöldum hafa enn ekki fundist nein merki þess að nýja veiran smitist manna á milli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kjúklingur og kókaín

Kjúklingur og kókaín
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision
Pressan
Fyrir 2 dögum

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks