fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fréttir

Tónlistarmaður sakaður um að hafa stolið öllu steini léttara í búningsklefa – Skrautlegt góss svo sem hárkolla og jólaljós

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 20. desember 2019 13:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkuð þekktur tónlistarmaður er ákærður fyrir margvísleg afbrot. Ákæra hefur verið birt honum í Lögbirtingablaðinu, en það er yfirleitt gert þegar ekki hefur tekist að afhenda sakborningum ákæru. Hin meintu brot eru mörg og margvísleg.

Tónlistarmaðurinn er fæddur árið 1976 og á að baki nokkuð fjölbreyttan tónlistarferil. Hann hefur meðal annars unnið með meðlim úr GusGus og gefið út plötu sem er undir áhrifum af raftónlist. Hann hefur einnig samið kvikmyndatónlist.

Ákæran er í alls sex liðum og segir meðal annars:

„Þjófnaði með því að hafa:

Fimmtudaginn 12. júlí 2018, brotist inn í fjóra skápa sundlaugargesta í karlaklefa Vesturbæjarlaugar, að Hofsvallagötu í Reykjavík og stolið þaðan ýmsum fatnaði, snyrtivörum, tveimur seðlaveskjum, tveimur Iphone farsímum, Samsung farsíma, þremur armbandsúrum, þremur greiðslukortum, ökuskírteini, vasahníf og kveikjuláslyklum, allt að óþekktu verðmæti, auk 385 evra.Mál nr. 007-2018-48386.

Miðvikudaginn 7. nóvember 2018, stolið úr verslun ÁTVR, í Skeifunni 5 í Reykjavík, flösku af Finlandia vodka að söluverðmæti 1.850 kr.Mál nr. 007-2019-1029.

Miðvikudaginn 5. desember 2018, brotist inn í kjallara fjölbýlishúss, að Framnesvegi 55 í Reykjavík og stolið úr þremur geymslum hússins tveimur ferðatöskum, fartölvu, leikjatölvu, hárkollu, bókum og jólaljósum, allt að óþekktu verðmæti, auk Comp Racer reiðhjóli að áætluðu verðmæti 230.000 kr.Mál nr. 007-2018-83167.“

Þetta eru nokkuð skrautleg meint afbrot því eins og sést að ofan er maðurinn meðal annars ákærður fyrir að stela hárkollu og jólaljósum úr fjölbýlishúsi og ýmsum verðmætum úr búningsklefa Vesturbæjarlaugarinnar.

Hann er einnig ákærður fyrir að hafa skemmt póstbox sem hann er sagður hafa spennt upp, sem og fíkniefnabrot og umferðarlagabrot.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu