fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Glæpaklíka á Suðurlandi upprætt –„Almennt frekar góður strákur“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 12. desember 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm karlar á þrítugsaldri hafa verið dæmdir í Héraðsdómi Suðurlands fyrir margvísleg brot sem þó snúast fyrst og fremst um stórfellt peningaþvætti upp á tugi milljóna króna, stórtæka ræktun á kannabis, þjófnaði á rafmagni úr sumarbústað til að knýja fíkniefnaræktunina og skotvopnaeign, en einn sakborninganna var með sex ólöglegar skammbyssur í fórum sínum.

Mennirnir virðast allir bera litháesk nöfn en þjóðerni þeirra hefur ekki fengið staðfest. Þeir hafa verið búsettir lengi hér á landi og sumir þeirra tala íslensku. Mennirnir heita Edgaras Marcikonis, Vilmantas Budkovas, Ignas Degutis, Audrius Vaiciunas og Rolandas Juozas Jurgelaitis.

Sem dæmi um sakarefnin er Edgaras ákærður fyrir peningaþvætti upp á tæplega 24 milljónir króna sem hann aflaði sér með sölu og dreifingu á fíkniefnum og eftir atvikum með öðrum refsiverðum hætti. Edgaras er einnig ákærður fyrir að hafa haft í fórum sínum afar mikið magn af kannabisefnum.

Þá er Edgaras ákærður fyrir að hafa haft í vörslu sinni sex skammbyssur án þess að vera með byssuleyfi. Fann lögreglan byssurnar í plastkassa í íbúð Edgaras við leit þar.

Ber við góðmennsku

Edgaras neitaði því að hafa gerst sekur um peningaþvætti en þá skýringu á háum fjárhæðum á reikningum hans gaf hann að hann hafi keypt gjaldeyri í greiðaskyni fyrir ótiltekið fólk sem hafi beðið hann um að. Hafi hann gert þetta í góðmennsku og sé almennt frekar góður strákur. Hann játaði hins vegar vörslu á nokkrum kílóum af kannabisefnum sem ætluð voru í sölu og dreifingu. Skýringar Edgaras á fjármálum sínum voru ekki teknar gildar í dómnum.

Ræktuðu kannabis í sumarhúsi og stálu rafmagni

Mennirnir stunduðu stórfellda kannabisræktun í sumarhúsi á Suðurlandi. Þeir stálu rafmagni til að knýja framleiðsluna en Rolandas Juozas Jurgelaitis var ákærður fyrir að hafa tengt framhjá rafmagnsmæli í sumarhúsi.

RARIK gerði einkaréttarlegar kröfur á mennina en þjófnaður þeirra á rafmagni er stórtækur, eða samtals um 10 milljónir króna. Kröfum RARIK var hins vegar vísað frá dómi þar sem þær fallir undir einkamál. Má búast við að RARIK höfði einkamál á hendur mönnunum til að freista þess að fá rafmagnið bætt.

Sem fyrr segir eru brot mannana víðtæk og fjölskrúðug en tengjast þó flest þegar upp er staðið framleiðslu þeirra og sölu á fíkniefnum. Dóminn má lesa hér.

Mennirnir hlutu 6 til 15 mánaða fangelsi og fékk Edgaras þyngsta dóminn, 15 mánuði. Hins vegar var refsing mannanna skilorðsbundin með þeim hætti að þeir sitja allir af sér þrjá mánuði. Fjármunir sem mennirnir sem gátu ekki gert grein fyrir og sannað þótti að væru afrakstur afbrota voru gerðir upptækir.

Mennirnir voru dæmdir til að greiða allan sakarkostnað. Bera þeir mismikinn sakarkostnað, allt frá um 250.000 krónum og upp í þrjár og hálfa milljón. En við þetta bætast málsvarnarlaun verjenda mannanna sem þeir þurfa að greiða og nema frá rúmum tveimur milljónum og upp í fjórar milljónir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum