fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Pressan

Vona að þessi mynd leysi gátuna um hvarf stúlkunnar

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 28. nóvember 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekkert hefur spurst til Katrinu Bohnenkamp sem var fimmtán ára þegar hún hvarf sporlaust fyrir sjö árum. Katrina var búsett í Sydney í Ástralíu þegar hún hvarf á haustmánuðum 2012.

Í frétt News.com.au kemur fram að Katrina hafi verið mjög virk á Facebook skömmu fyrir hvarfið. Vonast lögregla til að Facebook-síða hennar muni að einhverju leyti varpa ljósi á hvarfið og þá sérstaklega ein tiltekin ljósmynd sem birt hefur verið opinberlega.

Umrædd mynd þar sem Katrina sést kyssa óþekktan ungan hefur vakið athygli lögreglu. Myndin birtist á Facebook-síðunni skömmu fyrir hvarfið en lögregla veit ekki nánari deili á manninum. Var myndin birt í þeirri von að hann gæti mögulega veitt lögreglu upplýsingar um málið.

Lögregla hefur heitið hverjum þeim sem gefur upplýsingar sem leiða til lausn málsins veglega fjárhæð, eða 500 þúsund ástralska dali. Það er upphæð sem jafngildir um 40 milljónum króna.

Katrina átti erfiða æsku og var að mestu í umsjá félagsmálayfirvalda í Ástralíu. Hún er sögð hafa komist í kynni við fíkniefnaneytendur, fíkniefnasala og kynferðisbrotamenn áður en hún hvarf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Skipstjórinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi eftir harmleikinn

Skipstjórinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi eftir harmleikinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga