fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
433Sport

Stjörnur sem misnotuðu áfengi: Fór illa með marga en aðrir á réttri leið

433
Laugardaginn 16. maí 2020 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki alltaf dans á rósum að vera knattspyrnumaður en sá lífstíll getur verið erfiður fyrir mjög marga.

Eins og flestir vita fá knattspyrnumenn vel borgað fyrir sína vinnu en henni fylgja ákveðnir erfiðleikar.

Leikmenn þurfa oft að vera einir og ferðast mikið – það eru því sumir sem hafa leitað í áfengi til að stytta stundirnar.

Í dag rifjum við upp tíu leikmenn sem glímdu við alkóhólisma á sínum ferli og jafnvel eftir að honum lauk.

Við byrjum á Paul Merson sem gerði garðinn frægan með Arsenal og Aston Villa.

1. Paul Merson

Merson var flottur leikmaður á sínum tíma og lék lengi með Arsenal. Hann glímdi við áfengisvandamál sem leikmaður og einnig eftir að ferlinum lauk. Hann tapaði einnig háum fjárhæðum í veðmálum undir áhrifum og reyndi knattspyrnusambandið að hjálpa honum lengi með því að senda hann í meðferð. Hann er edrú í dag.

2. Tony Adams

Adams lék einnig með Arsenal en hann glímdi við alkóhólisma í tíu ár áður en hann viðurkenndi fíknina árið 1996. Honum tókst að finna lausn á því og spilaði til ársins 2002.

3. Paul Gascoigne

Gascoigne var einn hæfileikaríkasti leikmaður sinnar kynslóðar. Það þekkja þó allir hans vandamál. Gascoigne hefur glímt við fíknina lengi eftir að ferlinum lauk en sótti einnig mikið í áfengi er hann var leikmaður sem hrjáði hann mikið. Hann er edrú í dag.

4. George Best

Best er talinn einn besti leikmaður í sögu Manchester United. Fíknin hafði slæm áhrif á hans feril sem hefði getað verið enn lengri ef ekki væri fyrir áfengið.

5. Malcom McDonald

McDonald lenti í persónulegu áfalli í kringum 1980 og leitaði mikið í áfengið í kjölfarið. Hann sigraði þó þá fíkn og starfar í útvarpi í dag.

6. Jimmy Greaves

Greaves er markahæsti leikmaður í sögu Tottenham en barátta hans við alkóhólisma var mjög opinber. Hann ræddi fíknina á meðan hann spilaði í kringum 1970 en í dag er hann edrú og hefur það gott.

7. Paul McGrath

McGrath spilaði með Manchester United og var samband hans við Sir Alex Ferguson ekki gott til að byrja með. Ferguson vissi af vandamálum McGrath sem færði sig síðar til Aston Villa og eyddi þar bestu árum ferilsins.

8. Gary Charles

Charles spilaði fyrir Derby, Aston Villa og Nottingham Forest en hann var tvisvar handtekinn fyrir læti vegna ölvunnar. Hann spilaði tvo landsleiki fyrir England og viðurkenndi fíkn sína fyrir framan dómara árið 2006.

9. Garrincha

Garrincha er brasilísk goðsögn en hann glímdi við alkóhólisma allt sitt líf. Hann lést vegna lifrasjúkdóms en verður minnst sem goðsögn. Hann vann HM með Brössum 1958 og 1962.

10. Kenny Sansom

Samsom glímdi ekki við sjúkdóminn sem leikmaður en hann spilaði fyrir Arsenal og England. Hann glímdi við fíknina aðallega eftir að ferlinum lauk en er nú kominn aftur á beinu brautina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mbappe náði sögulegum áfanga í gær

Mbappe náði sögulegum áfanga í gær
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Klopp staðfestir endurkomu á hliðarlínuna en ekki sem þjálfari – Verður á HM næsta sumar

Klopp staðfestir endurkomu á hliðarlínuna en ekki sem þjálfari – Verður á HM næsta sumar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segir það hafa verið „andskoti stór mistök“ að fara til Chelsea

Segir það hafa verið „andskoti stór mistök“ að fara til Chelsea
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Forráðamenn United sjá eftir því að hafa selt McTominay – Napoli smellir á hann verðmiða

Forráðamenn United sjá eftir því að hafa selt McTominay – Napoli smellir á hann verðmiða
433Sport
Í gær

Ronaldo reiður Heimi Hallgrímssyni í kvöld : Fékk rautt spjald fyrir að slá til manns – Labbaði svo að Heimi og skammaði hann

Ronaldo reiður Heimi Hallgrímssyni í kvöld : Fékk rautt spjald fyrir að slá til manns – Labbaði svo að Heimi og skammaði hann
433Sport
Í gær

Frakkar gerðu Íslandi góðan greiða – Jafntefli dugar á sunnudag gegn Úkraínu

Frakkar gerðu Íslandi góðan greiða – Jafntefli dugar á sunnudag gegn Úkraínu