fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Anna kærir Robert Downey fyrir kynferðisbrot: „Mig langaði alltaf að koma fram“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Fimmtudaginn 6. júlí 2017 21:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mig langaði alltaf til að koma fram, mig langaði alltaf til að skila skömminni en ég skammaðist mín ennþá of mikið og ég fékk mig ekki í það. Ég hafði í rauninni ekkert bakland og þessi tími er allur í móðu, í rauninni öll þessi ár og tíminn á eftir er bara í móðu.“

Þetta segir Anna Katrín Snorradóttir sem í gær kærði Robert Downey fyrir svipuð brot og hann var sakfelldur fyrir árið 2008. RÚV segir frá þessu. Anna Katrín segir að samskipti hennar við Robert hafi staðið yfir í þrjú ár, frá 2001 til 2004. Roberts Downey sem var dæmdur fyrir að misnota fjórar unglingsstúlkur kynferðislega. Eftir að hafa setið af sér hluta dómsins og ekki brotið skilorð vildi Robert fá uppreist æru svo hann gæti starfað á ný sem lögmaður. Það fékk hann eftir að Bjarni Benediktsson og Guðni Th. Jóhannsson forseti Íslands settu nafn sitt við ákvörðunina sem áður hafði farið fyrir nefnd í dómsmálaráðuneytinu.

DV birti ítarlega nærmynd af Roberti Downey sem áður hét Róbert Árni Hreiðarsson. Þar kom fram að Róbert var á árum áður afar þekktur lögfræðingur sem meðal annars var á sínum tíma framkvæmdastjóri Helgarpóstsins og átti Skjá einn. Þá var hann fastagestur í Hverjir voru hvar dálkum dagblaðanna og tjáði sig um glysgjarnan klæðnað.

Anna varð reið og ósátt þegar hún frétti af því að Robert hefði fengið uppreist æru og lögmannsréttindi sín aftur. Sagðist hún hafa fengið kvíðakast við fréttirnar og hringdi upp á sjúkrahús vegna vanlíðunar. Í kjölfarið ákvað hún að stíga fram.

„Og mig langaði bara ekki til að lifa, skömmin var svo mikil. Ég fæ svakalegt kvíðakast, eitt stærsta kvíðakast sem ég hef fengið og það endar með því að ég hringi á sjúkrabíl, ég hélt ég væri að deyja. Vanlíðanin er svo mikil að ég er ekki að höndla neitt. Það er síðan upp frá því sem ég ákvað að koma fram […] Þetta eru svo röng skilaboð. Það er verið að segja að þetta sé í lagi. Þetta er ekki í lagi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði