fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Pressan

Fimm myrtir í austurrískum skíðabæ

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. október 2019 07:02

Kitzbühel. Mynd:Flickr/Vašek Vinklát

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gærmorgun voru fimm myrtir í austurríska skíðabænum Kitzbühel. 25 ára karlmaður gaf sig fram við lögregluna og sagðist hafa myrt fólkið. Ástæðan virðist hafa verið gríðarleg afbrýðissemi.

Lögreglan segir að hinn handtekni hafi farið heim til 19 ára fyrrum unnustu sinnar og knúið dyra. Faðir hennar kom til dyra og í kjölfarið kom til handalögmála þegar unga konan kom í anddyrið. Faðir hennar bað fyrrum unnustan að hafa sig á brott og gerði hann það og fór heim til sín og sótti skambyssu bróður sína og hníf.

Hann fór síðan aftur að heimili ungu konunnar um klukkan 05.30. Fyrst myrti hann föður hennar, síðan móður og 25 ára bróður hennar. Því næst klifraði hann upp á svalir til að komast inn í húsið. Þegar inn var komið drap hann ungu konuna og nýjan unnusta hennar.

Hinn handtekni og unga konan áttu í ástarsambandi sem lauk fyrir tveimur mánuðum þegar hún sleit sambandinu. Á laugardagskvöldið fór konan á veitingastað með nýja unnusta sínum. Hinn handtekni hafði einnig fengið þá hugmynd að fara á veitingastaðinn og rakst þar á parið. Upp úr því hófust deilur sem lauk ekki fyrr en fólkið yfirgaf veitingastaðinn. Síðar um kvöldið fór hinn handtekni að heimili konunnar og síðan hófst fyrrgreind atburðarás.

Þegar hann hafði myrt fólkið fór hinn handtekni á lögreglustöðina í bænum og afhenti lögreglunni morðvopnið.

„Ég drap fimm manns.“

Sagði hann við lögreglumanninn í afgreiðslunni. 25 lögreglumenn fóru strax á vettvang og sáu að framburður mannsins var réttur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gabba og lokka börn til að fremja morð

Gabba og lokka börn til að fremja morð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér
Pressan
Fyrir 4 dögum

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Leigubílstjórinn lánaði farþega símann sinn í smástund – Hann átti eftir að sjá eftir því

Leigubílstjórinn lánaði farþega símann sinn í smástund – Hann átti eftir að sjá eftir því
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar