fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fókus

Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir árásina

Jonathan Koppenhaver réðst á fyrrverandi kærustu sína, klámleikkonuna Christy Mack

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 7. júní 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jonathan Paul Koppenhaver, fyrrverandi UFC-bardagakappi, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að ráðast með fólskulegum hætti að fyrrverandi kærustu sinni, klámleikkonunni Christy Mack, árið 2014.

Dómur var kveðinn upp í Nevada í gær og þarf Koppenhaver að dúsa á bak við lás og slá næstu 36 árin hið minnsta, en að þeim tíma liðnum á hann rétt á að sækja um reynslulausn. Þá verður hann orðinn 71 árs.

Christy var mjög illa farin eftir árásina.
Illa farin Christy var mjög illa farin eftir árásina.

Jonathan, sem gekk undir nafninu War Machine í búrinu, ruddist inn á heimili Christy vorið 2014 en nokkrum mánuðum áður höfðu þau hætt saman. Hann gekk í skrokk á henni með fólskulegum hætti, hélt henni fanginni og braut gegn henni kynferðislega. Eftir árásina birti Christy myndir af sér sem sýndu áverkana sem hún hlaut.

Ákæran gegn Jonathan var í 34 liðum og var hann sakfelldur fyrir 29 þeirra. Jonathan, sem er 35 ára, var fullur iðrunar þegar hann tjáði sig í dómsal áður en dómur féll. Líkti hann sér við NFL-leikmanninn fyrrverandi Aaron Hernandez sem svipti sig lífi í fangaklefa fyrir skemmstu og sagði að hann ætti skilið að liggja í gröf við hlið hans.

Christy Mack lýsti því fyrir dómi að árásin hefði haft slæmar afleiðingar í för með sér og síðustu ár hefðu verið erfið. Hún kveðst enn óttast að Jonathan muni vinna henni mein ef hann losnar úr fangelsi. „Ég veit að hann mun drepa mig þegar hann losnar.“

Jonathan sagðist hins vegar sjá eftir gjörðum sínum en sagði að kvíði, þunglyndi og sjálfsvorkunn ættu sinn þátt í óútreiknanlegri hegðun hans.

Eftir að dómur féll hvatti Christy þær konur sem búa við heimilisofbeldi að leita sér hjálpar. Þær væru ekki einar í þessum sporum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir typpastærð fyrrum NFL-leikmannsins hafa verið banabiti hjónabandsins

Segir typpastærð fyrrum NFL-leikmannsins hafa verið banabiti hjónabandsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Get ekki fólk sem segir að það sé ekki bakslag“

„Get ekki fólk sem segir að það sé ekki bakslag“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bubbi kemur Baltasar til varnar – Segir Símon vera að hefna sín með þessum skrifum

Bubbi kemur Baltasar til varnar – Segir Símon vera að hefna sín með þessum skrifum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simone Biles hefur gengist undir þrjár lýtaaðgerðir – „Þú gætir aldrei giskað á tvær þeirra“

Simone Biles hefur gengist undir þrjár lýtaaðgerðir – „Þú gætir aldrei giskað á tvær þeirra“