fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Pressan

Kínverjar rífa moskur af ótta við öfgahyggju

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. september 2019 21:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínversk yfirvöld eru byrjuð að fjarlægja íslömsk tákn af moskum og grafstæðum í landinu. Auk þess hafa tugir moska verið jafnaðar við jörðu. Þetta hefur meðal annars verið gert í innri Mongólíu, Hena og Ningxia en í síðastnefnda héraðinu býr stærsti múslimski minnihlutinn í Kína, Huiene, en um 20 milljónir múslima búa í Kína.

New York Times skýrir frá þessu auk fleiri fréttamiðla. Í grein á vef Hudson-stofnunarinnar skrifar múslimski prófessorinn Haiyun Ma grein þar sem hann segir að Kínverjar séu nú orðnir stærstu dreifingaraðilar and-íslamskrar hugmyndafræði og haturs í garð múslima.

New York Times segir að þetta séu nýjustu aðgerðirnar sem snúa að því að takmarka trúfrelsi í Kína. Á undanförnum áratugum hafa yfirvöld verið frekar frjálslynd hvað varðar að leyfa fólki að stunda trúarbrögð sín en nú er verið að þrengja að. Ástæðan er sögð vera að yfirvöld óttast trúarlega öfgahyggju. Stjórnvöld hafa einnig bannað notkun arabísks leturs í Kína.

Í leynilegum fyrirmælum frá Xi Jinping, forseta, frá því á síðasta ári segir hann að yfirvöld um allt land eigi að sjá til þess að öll trúarbrögð í landinu séu undirgefin hinum veraldlegu yfirvöldum landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Prófessor segir að háskólanemar stundi ekki nógu mikið kynlíf og það ýti þeim út í þetta

Prófessor segir að háskólanemar stundi ekki nógu mikið kynlíf og það ýti þeim út í þetta
FréttirPressan
Fyrir 2 dögum

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna skaltu aldrei haga þér illa í flugvél

Þess vegna skaltu aldrei haga þér illa í flugvél
Pressan
Fyrir 5 dögum

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Katie lést í eldsvoða í stúdentaíbúðinni – Læknar gerðu óhugnanlega uppgötvun

Katie lést í eldsvoða í stúdentaíbúðinni – Læknar gerðu óhugnanlega uppgötvun
Pressan
Fyrir 6 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á