fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Pressan

Vilja kalla breska þingið saman vegna umtalaðrar skýrslu um Brexit

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 20. ágúst 2019 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski Verkamannaflokkurinn vill að breska þingið verði kallað strax saman. Ástæðan er umtöluð svört skýrsla, sem var unnin fyrir ríkisstjórnina, um hugsanlegar afleiðingar Brexit án samnings. Í skýrslunni kemur fram að búast má við öngþveiti og ringulreið og skorti á ýmsum nauðsynjum mánuðum saman.

John McDonnell, talsmaður Verkamannaflokksins í fjármálum, segir að þingið verði að koma fljótt saman til að ræða Brexit í kjölfar fyrrnefndrar skýrslu. Boris Johnson, forsætisráðherra, er staðráðinn í að Bretar gangi úr ESB þann 31. október næstkomandi, með eða án samnings. ESB hefur hafnað öllum umleitunum hans um að taka upp nýjar viðræður um útgöngusamning.

Eins og DV skýrði frá fyrr í dag birti The Sunday Times fyrrnefnda skýrslu á sunnudaginn.

McDonnell segir að skýrslur um yfirvofandi hættuástand kalli á að þing komi strax saman þrátt fyrir sumarleyfi. Sumarfríið á að vara til 3. september.  Hann segir að meirihluti sé á þinginu gegn útgöngu úr ESB án samnings.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kjúklingur og kókaín

Kjúklingur og kókaín
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision
Pressan
Fyrir 2 dögum

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks