fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Pressan

Íslenskt þang á að bjarga þjóðarrétti Bandaríkjamanna

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 19. ágúst 2019 07:59

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Loftslagsbreytingarnar hafa sett ákveðinn þrýstinginn á landbúnað og kjötiðnaðinn sérstaklega því töluverður hluti gróðurhúsalofttegunda kemur frá þessum geira. Bandaríkjamenn borða mikið af nautakjöti og má kannski segja að hamborgarar séu þjóðarréttur þeirra. En hugsanlega er bjargvætt kjötiðnaðarins að finna í hafinu.

Í Kaliforníu hefur Scott Stone tekið þátt í tilraunum vísindamanna við UC Davis Department of Animal Science með nýtt fóður handa nautgripum. Stone er með um 800 nautgripi á landareign sinni. Hann hugsar mikið um umhverfismál og loftslagsmál og hefur reynt að vera með eins umhverfisvæna starfsemi á búgarði sínum og hægt er. Hann notar sólarrafhlöður og notar umhverfisvænan áburð á graslendur sínar.

Þetta kemur fram í umfjöllun Danska ríkisútvarpsins um málið. Samstarf Scott og vísindamannanna gengur út á að blanda þangi saman við fóður nautgripanna en þangið bætir meltingu þeirra og dregur úr mangi þess metangass sem þeir prumpa og ropa en 95 prósent gassins kemur út þegar þeir ropa.

Sameinuðu þjóðirnar reikna með að samhliða því að sífellt fleiri þróunarlönd verði efnaðri muni eftirspurn eftir kjöti og mjólkurvörum aukast um rúmlega 70 prósent fram til 2030. Það þýðir auðvitað meiri losun gróðurhúsalofttegunda.

Ermias Kebreab, prófessor, stýrir tilrauninni. Í henni er notuð þangtegund sem heitir Asparagopsis Armata. Niðurstöður tilraunanna lofa mjög góðu. Með því að blanda smávegis af þangi saman við fóðrið minnkar losun metangass frá nautgripunum um rúmlega 50 prósent segir Kebreab. Hann telur að þegar búið verður að ná fullri stjórn á blönduninni og hlutföllunum verði hugsanlega hægt að minnka losunina um 80 til 90 prósent.

En til að þetta gangi upp þarf að útvega nægilegt magn af þessari tegund þangs.  Þangið sem nú er notað er keypt frá Íslandi og er dýrt segir Scott sem segist sjá að það sé gott fyrir nautgripina, umhverfið og kjötið. Því sé hann reiðubúinn til að leggja sitt af mörkum við þessar tilraunir og hagnast minna af rekstri sínum en ella.

Vísindamennirnir undirbúa nú í samstarfi við vísindamenn við háskólann í San Diego að hefja tilraunir með stórfellda ræktun á Asparagopsis Armata. Þær verða fyrst gerðar í tilraunastofum en síðan í hafinu. Kebreab segist hafa trú á að búið verði að leysa þetta mál innan ár. Þang geti því orði mikilvægur hluti þegar rætt er um loftslagsbreytingarnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bankabækur Dana tútna út

Bankabækur Dana tútna út
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari
Pressan
Fyrir 5 dögum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“