fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Pressan

Ráðgáta í Danmörku: Samkynhneigð mörgæs ungaði út eggi – Enginn veit hvaðan eggið kom

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 15. ágúst 2019 22:00

Mörgæsir í dýragarðinum í Óðinsvéum. Mynd:Odense Zoo

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega klaktist mörgæsaungi úr eggi í dýragarðinum í Óðinsvéum í Danmörku. Hann hefur það gott og vel er hugsað um hann. En tilurð ungans er ákveðinn ráðgáta því faðir hans, sem heitir Hollænder, er samkynhneigður og ekki er vitað hvaðan eggið kom.

Þessi sami mörgæsafaðir komst í fréttirnar haustið 2018 þegar hann, ásamt þáverandi maka sínum Singer, stal unga frá öðru pari. Þeir önnuðust síðan uppeldi hans. Þeir eru ekki lengur par en Singer hefur fundið sér nýjan maka sem heitir Brille og er einnig karlkyns.

Hollænder lá á egginu í 63 daga og þolinmæðin skilaði sér því nýlega skreið ungi úr því. Danska ríkisútvarpið hefur eftir Sandie Munck, dýragæslukonu, að ekki sé vitað hvernig Hollænder náði sér í egg, hann hafi skyndilega verið kominn með það.

Singer og Brille hafa ekki setið auðum vængjum frekar en Hollænder. Þeir liggja nú á eggi sem Singer stal frá dóttur sinni en hann eignaðist eitt sinn dóttur. Þeir félagar eiga því von á barnabarni Singer í heiminn ef eggið er frjóvgað en það er ekki vitað á þessari stundu.

https://www.facebook.com/OdenseZOO/videos/718586411952202/?t=0

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bankabækur Dana tútna út

Bankabækur Dana tútna út
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari
Pressan
Fyrir 5 dögum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“