fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fókus

Skoskur Parkisonsjúklingur hjólaði hringinn í kringum Ísland

Fókus
Sunnudaginn 14. júlí 2019 21:00

Ljósmynd/STV News.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skotinn John MacPhee hjólaði ríflega 1.300 kílómetra umhverfis Ísland á innan við 57 klukkustundum til styrktar góðgerðasamtökum sem hafa það að markmiði að rannsaka og finna lækningu við Parkinsonsjúkdómnum.

Parkinson er taugahrörnunarsjúkdómur sem hefur áhrif á þær taugafrumur heilans sem stjórna hreyfingu. Algeng einkenni sjúkdómsins tengjast því hreyfingu og geta birst sem skjálfti, vöðvastífleiki og hægar hreyfingum. Einkenni eru þó mjög persónubundin. Engin lækning er til við sjúkdómnum sem ógnar þó ekki lífi sjúklingsins. Hins vegar geta einkenni sjúkdómsins verið afar hamlandi og skert lífsgæði mikið.

John MacPhee greindist með Parkinson fyrir sjö árum. John var þá á fimmtugsaldri, en flestir greinast ekki með sjúkdóminn fyrr en á sjötugsaldri. John var hluti af 10 manna hjólreiðaliði, og glímir helmingur liðsmanna við sjúkdóminn. Liðið kom saman á Íslandi til að taka  þátt í WOW Cyclothon, stærstu hjólreiðakeppni Íslands sem fór fram 26.–29. júní.

Liðin í WOW Cyclothon höfðu alls 72 klukkutíma til að ljúka keppninni og því telst tími Johns og félaga bara nokkuð góður, 56 klukkustundir og 57 mínútur.

„Íslandsævintýri Parkinson ofurteymisins var erfiðasta og lærdómsríkasta áskorun sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Ákafinn í keppninni reyndi mikið á keppendur, ekki bara á hjólreiðahæfileika þeirra heldur líka á líkamlegan og andlegan styrk,“ sagði John í samtali við skoska vefmiðilinn STV News

Ljósmynd/STV News.

„Nú þegar keppninni er lokið þá upplifir maður ótal tilfinningar, allt frá sæluvímu yfir í örvæntingu yfir að þolrauninni sé lokið og að liðsmenn muni líklega aldrei hittast aftur.“

Liðsmenn komu víða að, frá Skotlandi, Írlandi, Íslandi, Kanada og jafnvel Mön.

„Hjólreiðarnar sjálfar voru æðislegar. Eftirminnilegasta stundin var klukkan þrjú um nóttina, aðfaranótt föstudags. Þá var veðrið hryllilegt og komið að mér að hjóla. Ég hjólaði af miklum krafti í um hálftíma upp bratta fjallshlíð í miklum mótvindi og fékk á mig öflugar vindhviður á hlið.

Þegar ég var kominn upp hlíðina þurfti ég að fara í gegnum tæplega tveggja kílómetra löng göng. Mig verkjaði mikið í fæturna en eftir göngin lá leiðin niður á við. Að komast yfir þessa hæð var algjör hápunktur.“

Samtökin sem John hjólaði meðal annars til styrktar voru stofnuð af leikaranum Michael J. Fox og er markmið þeirra að styðja við og styrkja rannsóknir á Parkinsonsjúkdómnum og finna lækningu við honum. Samtökin heita í höfuðið af leikaranum en hann greindist með Parkinson fyrir um tuttugu árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“
Fókus
Í gær

Missti andlitið þegar hún heyrði hvað lánið hafði margfaldast mikið

Missti andlitið þegar hún heyrði hvað lánið hafði margfaldast mikið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Arnmundur Ernst um móðurmissinn: „Það vissu allir hvað við vorum að ganga í gegnum“

Arnmundur Ernst um móðurmissinn: „Það vissu allir hvað við vorum að ganga í gegnum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Harmsaga eftirsóttu fyrirsætunnar – Virtist lifa lúxuslífi en býr nú á götunni

Harmsaga eftirsóttu fyrirsætunnar – Virtist lifa lúxuslífi en býr nú á götunni
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin