fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Sara Katrin lenti í alvarlegu slysi: Friðgeir fékk Hallberu og Fanndísi til að gleðja hana

433
Föstudaginn 28. júní 2019 12:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Katrin Fischer Vignisdóttir, er ung stúlka sem lenti í alvarlegu hjólreiðaslysi í lok maí. Hún hefur síðan þá verið að ná bata.

Friðgeir Bergsteinsson, rótari Íslands þekkir til Söru og ákvað að gleðja hana í bataferlinu. Sara leikur með Víkingi í fótbolta.

Friðgeir fékk tvær landsliðsstelpur til að gleðja Söru.

,,Ég hafði samband við foreldra hennar og spurði hvort ég mætti gera eitthvað fallegt fyrir Söru. Í kjölfarið talaði ég við tvær landsliðsstelpur, Hallberu Gísladóttur og Fanndísi Friðriksdóttur, og spurði þær hvort þær væru tilbúnar að kíkja í heimsókn til Söru með gjöf frá mér til hennar og lífga upp á daginn hennar aðeins. Þetta sló heldur betur í gegn og Sara brosti sínu blíðasta og klæddi sig í landsliðstreyjuna (sem ég fékk frá Errea) númer 44 sem er einmitt númerið sem hún leikur í hjá sínu uppeldisfélagi, Víkingi,“ skrifar Friðgeir.

Friðgeir er þakklátur að Fanndís og Hallbera hafi viljað gera þetta góðverk.

,,Ég er svo þakklátur þeim Fanndísi og Hallberu fyrir það hversu miklar fyrirmyndir þær eru, innan sem utan vallar, fyrir þessar ungu stelpur sem fylgjast með þeim. Þær eru svo magnaðar, hlýjar og góðar fyrirmyndir, TAKK stelpur fyrir ykkar framlag. Söru Katrínu og fjölskyldu sendi ég góðar og hlýjar kveðjur og veit fyrir víst að Sara verður sigurvegarinn í þessari baráttu sem framundan er og mun koma sterkari til baka. Hlakka til að fylgjast vel með henni og hver veit nema hún endi einn daginn í landsliðinu eins og Fanndís og Hallbera eru núna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“