fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
433Sport

Sara Katrin lenti í alvarlegu slysi: Friðgeir fékk Hallberu og Fanndísi til að gleðja hana

433
Föstudaginn 28. júní 2019 12:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Katrin Fischer Vignisdóttir, er ung stúlka sem lenti í alvarlegu hjólreiðaslysi í lok maí. Hún hefur síðan þá verið að ná bata.

Friðgeir Bergsteinsson, rótari Íslands þekkir til Söru og ákvað að gleðja hana í bataferlinu. Sara leikur með Víkingi í fótbolta.

Friðgeir fékk tvær landsliðsstelpur til að gleðja Söru.

,,Ég hafði samband við foreldra hennar og spurði hvort ég mætti gera eitthvað fallegt fyrir Söru. Í kjölfarið talaði ég við tvær landsliðsstelpur, Hallberu Gísladóttur og Fanndísi Friðriksdóttur, og spurði þær hvort þær væru tilbúnar að kíkja í heimsókn til Söru með gjöf frá mér til hennar og lífga upp á daginn hennar aðeins. Þetta sló heldur betur í gegn og Sara brosti sínu blíðasta og klæddi sig í landsliðstreyjuna (sem ég fékk frá Errea) númer 44 sem er einmitt númerið sem hún leikur í hjá sínu uppeldisfélagi, Víkingi,“ skrifar Friðgeir.

Friðgeir er þakklátur að Fanndís og Hallbera hafi viljað gera þetta góðverk.

,,Ég er svo þakklátur þeim Fanndísi og Hallberu fyrir það hversu miklar fyrirmyndir þær eru, innan sem utan vallar, fyrir þessar ungu stelpur sem fylgjast með þeim. Þær eru svo magnaðar, hlýjar og góðar fyrirmyndir, TAKK stelpur fyrir ykkar framlag. Söru Katrínu og fjölskyldu sendi ég góðar og hlýjar kveðjur og veit fyrir víst að Sara verður sigurvegarinn í þessari baráttu sem framundan er og mun koma sterkari til baka. Hlakka til að fylgjast vel með henni og hver veit nema hún endi einn daginn í landsliðinu eins og Fanndís og Hallbera eru núna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Dóri Árna: „Segja þér ekki neitt annað en að þetta er bara gott fótboltalið“

Dóri Árna: „Segja þér ekki neitt annað en að þetta er bara gott fótboltalið“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Grátbiður félag sitt um að samþykkja tilboðið

Grátbiður félag sitt um að samþykkja tilboðið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Tíðinda að vænta af Gylfa Þór? – Endurkoma sögð koma til greina

Tíðinda að vænta af Gylfa Þór? – Endurkoma sögð koma til greina
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir fyrstu umferð – Þungt högg í maga Liverpool og United aftur í Evrópu

Ofurtölvan stokkar spilin eftir fyrstu umferð – Þungt högg í maga Liverpool og United aftur í Evrópu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Við það að snúa aftur eftir mikil vonbrigði

Við það að snúa aftur eftir mikil vonbrigði
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Skrifar undir nýjan samning við Arsenal

Skrifar undir nýjan samning við Arsenal