fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

Metsöluhöfundur kennir þér að skrifa: „Ég er svona fag-idjót”

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 30. júní 2019 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hefur þig alltaf dreymt um að vera rithöfundur? Nú getur þú lært af einum vinsælasta rithöfundi þjóðarinnar, Einari Kárasyni, en hann hefur í samstarfi við vefsíðuna Frami.is útbúið vefnámskeið sem skiptist í 16 fyrirlestra.

„Ég er sannfærður um að skriftir liggja misjafnlega fyrir mönnum, eins og það geta ekki allir orðið góðir knattspyrnumenn, en hafi menn metnað á þessu sviði og einbeiti sér þá er mjög margt hægt,“ segir Einar. „Fyrir þá sem hafa metnað og löngun þá er hugmyndin að létta þeim fyrstu skrefin með því að miðla af reynslu, bæði minni og margra annarra. Ég er svona fag-idjót, hef verið lengi í þessu og mjög áhugasamur um til dæmis vinnu annarra höfunda, les ævisögur þeirra og hitti kollega. Það er eitt og annað sem getur auðveldað manni að komast af stað.“

Einar hefur gefið út fjölda metsölubóka á 40 ára ferli, þar á meðal þríleikinn um Djöflaeyjuna: Þar sem djöflaeyjan rís, Gulleyjan og Fyrirheitna landið. Hann hefur fjórum sinnum verið tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2008.

Einari var stillt upp fyrir framan tökuvél og var hann spurður fjölda vel útfærðra spurninga um þetta helsta, hvað þarf að athuga og hverju þarf að gæta að, til dæmis hvað varðar stíl, sköpun persóna og sjónarhorn.

„Ég sló til þar sem ég hugsaði að ég hefði feginn viljað fá svör við ýmsu þegar ég byrjaði sjálfur frá einhverjum sem var búinn að vera lengur í þessu. Ég hugsaði að líklegt væri að þetta myndi gagnast einhverjum sem væri að byrja,“ segir Einar, sem hefur áður kennt kúra í Kvikmyndaskóla Íslands fyrir mörgum árum.

„Ég lúri ekki á neinu,“ segir Einar aðspurður um hvort hann ætli að ljóstra upp öllum atvinnuleyndarmálum sínum og spurður hvort hann sé ekki hræddur við samkeppni svarar hann: „Það er nóg pláss og það þarf að vera endurnýjun í þessu.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli