fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Pressan

Er stóri skjálftinn yfirvofandi í Kaliforníu? 1.000 skjálftar á þremur vikum skjóta íbúum skelk í bringu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 24. júní 2019 06:00

San Francisco eftir skjálftann mikla 1906. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Er stóri skjálftinn yfirvofandi? Þetta er spurning sem margir íbúar í Kaliforníu í Bandaríkjunum spyrja sig þessa dagana. Það er vel kunnugt að San Andreas flekamótin eru í ríkinu og að jarðskálftar eru nokkuð tíðir þar. En að undanförnu hafa þeir verið óvenjulega tíðir. Að undanförnu hefur mikill fjöldi skjálfta orðið rúmlega 60 kílómetrum austan við Los Angeles.

Þetta hefur orðið til þess að jarðskjálftamælum hefur verið fjölgað á svæðinu til að reyna að spá fyrir um stóra skjálfta. LA Times skýrir frá þessu. Fram kemur að vísindamenn séu sammála um að stór skjálfti sé ekki yfirvofandi alveg á næstunni en allir litlu skjálftarnir, sérstaklega þeir sem verða nærri San Andreas flekamótunum, valda þó ákveðnum áhyggjum.

„Við vitum að stór jarðskjálfti mun ríða yfir svæðið. Við vitum bara ekki hvar og hvenær.“

Hefur LA Times eftir Andrea Llenos, jarðeðlisfræðingi, hjá bandarísku jarðfræðistofnuninni U.S. Geological Survey.

Margir sérfræðingar telja að samhengi geti verið á milli sívaxandi fjölda smáskjálfta og hættunnar á stórum skjálfta.

Fyrir þremur árum síðar voru vísindamenn við öllu búnir en þá urðu þrír skjálftar upp á 4 eða meira nærri San Andreas flekamótunum. Óttast var að skjálftarnir myndu hafa dómínóáhrif og valda stærri skjálfta en svo fór ekki.

Vel þekkt er að stór skjálfti reið yfir San Francisco 1906 en þá létust um 3.000 manns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kjúklingur og kókaín

Kjúklingur og kókaín
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision
Pressan
Fyrir 2 dögum

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks