fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Barnastjarnan Abigail Breslin rýfur þögnina: Var beitt kynferðisofbeldi

Sló í gegn í Little Miss Sunshine – Þekkti gerandann

Ritstjórn DV
Mánudaginn 17. apríl 2017 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leik- og söngkonan Abigail Breslin (20) hefur í fyrsta skipti tjáð sig opinberlega um kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir.

Margir muna eftir Breslin í hlutverki Olive í kvikmyndinni Little Miss Sunhine sem kom út árið 2006 en hún var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn, aðeins 10 ára gömul. Ferill hennar hófst þegar hún var aðeins þriggja ára og lék í sinni fyrstu auglýsingu áður en hún lék í sinni fyrstu Hollywood-kvikmynd, Signs, árið 2002 fimm ára gömul.

Breslin tjáði sig á Instagram í síðustu viku um ofbeldi sem hún varð fyrir. Birti hún skilgreiningu á orðinu samþykki þar sem segir:

Margir muna eftir Abigail Breslin í hlutverki Olive í myndinni Little Miss Sunshine.
Barnastjarna Margir muna eftir Abigail Breslin í hlutverki Olive í myndinni Little Miss Sunshine.

Mynd: EPA

„Þér ber engin skylda til að eiga mök við einhvern sem þú ert í sambandi með. Samband er ekki samþykki, hjónaband er ekki samþykki.“

Með myndinni skrifaði Abigail: „Ég þekkti árásarmanninn“ með myllumerkinu (e. hashtag) um nauðsyn þess að rjúfa þögnina: #SexualAssaultAwarenessMonth og #BreakTheSilence

Breslin sem leika mun aðalhlutverkið í endurgerð ABC á Dirty Dancing fékk mikil viðbrögð við færslunni og fjölmargir fylgjendur sem deildu eigin reynslu af kynferðisofbeldi. Hún tjáði sig síðar á Twitter þar sem hún kvaðst afar þakklát fyrir stuðninginn sem hún hefði fengið við myndinni.

i knew my assailant. #SexualAssaultAwarenessMonth #breakthesilence

A post shared by Abigail Breslin (@abbienormal9) on

//platform.instagram.com/en_US/embeds.js

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun