fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Pressan

Tollverðirnir trúðu ekki eigin augum – Voru með 184.000 töflur af sterku verkjalyfi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. júní 2019 06:00

Töskurnar voru þétt pakkaðar af lyfinu. Mynd:Norska tollgæslan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tollverðir á Gardemoen flugvellinum í Osló trúðu ekki eigin augum í vikunni þegar þeir opnuðu ferðatöskur tveggja ungra manna sem komu með flugi frá Afríku. Þegar töskurnar voru opnaðar flæddu tramadol verkjatöflur út úr þeim, svo vel var troðið í þær. Í heildina voru 184.000 töflur í töskunum fjórum.

Það sem af er ári hafa norskir tollverðir lagt hald á rúmlega hálfa milljón tafla af þessari tegund. Tramadol er verkjalyf sem virkar á miðtaugakerfið. Virkni þess líkist virkni morfíns og ekki má nota það í langan tíma.

Áhugi tollvarða beindist að ungu mönnunum þegar þeir stóðu og biðu eftir töskunum sínum í komusal flugvallarins. Þegar rætt var við þá bar frásögn þeirra ekki saman en á endanum voru þeir báðir færðir á brott í handjárnum.

Magnið er gríðarlegt. Mynd: Norska tollgæslan

Tramadol er löglegt í Noregi ef læknar ávísa lyfinu en það er bannað í öðrum Evrópuríkjum og flokkað sem fíkniefni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári
Pressan
Fyrir 5 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru