fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fókus

Lúxuslíf Íslendinga: Logi og Svanhildur – Barnaskari og stjörnufans

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 2. júní 2019 17:30

Svanhildur og Logi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talað var um brúðkaup aldarinnar árið 2005 þegar Logi Bergmann Eiðsson og Svanhildur Hólm Valsdóttir létu pússa sig saman. Hafa þau síðan eignast tvær dætur en fyrir áttu þau samanlagt fimm börn úr fyrri samböndum.

Skjáskot / Instagram @svanhildurholm

Hin nýgiftu hjón voru þá á meðal vinsælasta sjónvarpsfólks landsins. Þau kynntust þegar þau störfuðu saman í spurningaþættinum Gettu betur. Logi var þá spyrill og Svanhildur stigavörður.

Logi hóf fjölmiðlaferilinn á Þjóðviljanum en varð síðan fréttaþulur og þáttagerðarmaður hjá Stöð 2. Fyrir skemmstu söðlaði hann um og hóf störf hjá K100, útvarpi Morgunblaðsins.

Skjáskot / Instagram @logibergmann

Svanhildur starfaði í Kastljósinu hjá RÚV og síðar í Íslandi í dag á Stöð 2. Undanfarin ár hefur hún verið aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra.

Stjörnufans og lúxus hefur einkennt líf stjörnuparsins, hvort sem það er í golfferðum eða með sjálfi Opruh Winfrey.

Skjáskot / Instagram @logibergmann

Logi og Svanhildur eiga tvær hæðir af þremur í fallegu húsi í Vesturbænum. Þangað fluttu þau árið 2006.

 

Heimili:

Melhagi 16

199,6 fm

Fasteignamat: 94.250.000 kr

 

Logi Bergmann Eiðsson:

Tekjublað DV 2018: 1.853.000 kr

 

Svanhildur Hólm Valsdóttir:

Tekjublað DV 2018: 693.000 kr

Ekki missa af DV.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor
Fókus
Fyrir 1 viku

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 1 viku

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs