fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Pressan

Kristileg samtök senda frá sér kynfræðsluefni til notkunar í grunnskólum – Ekkert kynlíf utan hjónabands og guð er ekki hrifinn af samkynhneigðum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 13. maí 2019 17:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kynlíf er best ef það er stundað í heilögu hjónabandi og guð skapaði heiminn með tveimur kynjum, við erum sköpuð sem karl eða kona. Þetta er megininntakið í nýju og umfangsmiklu kennsluefni í kynfræðslu, fyrir grunnskóla, sem nokkur kristileg samtök í Danmörku hafa látið gera.

Öllum grunnskólum er frjálst að nota kennsluefnið en í fyrstu er markhópurinn kristilegir einkaskólar. Í grunnskólum er nú aðallega notað kennsluefni frá samtökunum Sex & Samfund og eru þau ekki par hrifin af hinu kristilega kennsluefni. Það er talið veita þrönga sýn á kynlíf og kynin og boði að aðeins tvö kyn og eitt fjölskylduform séu eðlileg. Börn og ungmenni sem passa ekki inn í þessi trúarlega skilgreindu norm eigi á hættu að finnast þau vera óeðlileg.

Gitte Rasmussen, talskona hinna kristilegu Indre Mission samtaka, sagði í samtali við Jótlandspóstinn að í nýja kennsluefninu sé börnunum veitt öryggi með því að höfundar þori að nefna að aðeins séu til tvö kyn. Að guð hafi skapað okkur sem karl og konu. Gengið sé út frá boðskap bilbíunnar um að kynin séu bara tvö.

Aðspurð um af hverju kennsluefnið segi að rangt sé að lifa sem samkynhneigð manneskja sagði Gitte að það sé vitað að til sé fólk sem laðist að fólki af sama kyni og að kristilegu samtökin beri mikla virðingu fyrir fólki sem þarf að glíma við þessa áskorun. En samt sem áður sé gengið út frá boðskap biblíunnar um að karl og kona eigi að verða eitt og þar með mynda hornstein fjölskyldunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kjúklingur og kókaín

Kjúklingur og kókaín
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision
Pressan
Fyrir 2 dögum

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks