fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Fókus

Mamman sagði Þórunni upp: „Hann vill hætta með þér“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 23. janúar 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fyrsta skiptið sem mér var sagt upp,“ segir söngkonan Þórunn Antonía í myndskeiði sem birt er á Facebook-síðu kvikmyndarinnar Hjartasteins sem slegið hefur í gegn hér heima og erlendis. Aðstandendur hafa leitað til þjóðþekktra einstaklinga til að rifja upp æskuminningar. Byrjað var á fyrsta kossinum en í myndskeiði hér fyrir neðan segir Þórunn Antonía frá því þegar kærastinn ákvað að slíta sambandinu á óhefðbundinn hátt.

„Fyrsti kossinn, fyrsti kærastinn, hann bað mig um að hitta sig fyrir utan Tónabæ klukkan fjögur daginn eftir, sem ég ætlaði að gera, bæði af forvitni og meðvirknisaðstæðum,“ segir Þórunn. Hún komst þó ekki þar sem hún varð fyrir óhappi og þurfti að dvelja á slysadeild á sama tíma.

„Þegar ég kom heim um kvöldið, lúin eftir að hafa beðið upp á slysó, þá fæ ég símtal. Þar er kona á hinni línunni. Hún segir:

„Góða kvöldið Þórunn. Ég er móðir hans Ölla. „Hann vill hætta með þér.“

Þórunn segir að Ölli hafi tekið afar nærri sér að Þórunn hafi ekki komið og hélt af stað heim á leið grátandi.

„Þannig að fyrirgefðu Ölli, úr Garðabænum sem var í röndóttri stússípeysu í Tónabæ einhver tímann þegar ég var 12 ára.“

Gaman væri að heyra í Ölla. Geta lesendur DV haft uppi á honum?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Söngkonan rýfur þögnina um þyngdartapið og gagnrýnina

Söngkonan rýfur þögnina um þyngdartapið og gagnrýnina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Missti 77 kíló án Ozempic – Fann síðan eitthvað í handarkrikanum

Missti 77 kíló án Ozempic – Fann síðan eitthvað í handarkrikanum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kevin Federline um stöðuna á sambandi drengjanna við móður þeirra

Kevin Federline um stöðuna á sambandi drengjanna við móður þeirra