Nína Dögg Filippusdóttir leikkona var valin bæjarlistamaður Seltjarnarness 2017, í athöfn sem fram fór á bókasafni Seltjarnarness. Nína Dögg ánafnaði verðlaunafénu, einni milljón króna, til eflingar skapandi starfs ungmenna á Seltjarnarnesi með áherslu á sviðslistir.