fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Fókus

Denzel finnur styrk í trúnni

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 8. janúar 2017 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Denzel Washington hefur tvisvar unnið til Óskarsverðlauna og hlotið fjölda annarra viðurkenninga. Hann er afar trúaður, fer í kirkju og les í Biblíunni. Hann fer ekki í felur með trú sína og segist finna mikinn styrk í henni. Hann les reglulega „orð dagsins“ í kristilegu tímariti og segist reyna að fara eftir þeim boðslap sem þar er að finna.

Washington er leikstjóri myndarinnar Fences og leikur jafnframt aðalhlutverkið. Myndin er byggð á samnefndu Pulitzer-verðlaunaleikriti August Wilson. Washington lék í leikritinu á árum áður og hlaut Tony-verðlaun fyrir túlkun sína á verkamanninum Troy. Nú er hann tilnefndur til Golden Globe-verðlauna fyrir sama hlutverk í mynd sinni og mótleikkona hans, Viola Davis, er einnig tilnefnd fyrir leik sinn.

Leikarinn tekur ekki undir það að hörundsdökkir leikarar í Hollywood eigi afar erfitt uppdráttar. „Það er meiri vinnu að hafa en nokkru sinni áður,“ segir hann. Hann segir að ef menn séu óánægðir með stöðu svartra í Hollywood eigi þeir hvorki að kvarta né kveina heldur leggja sig fram við að breyta hlutum.

Washington ólst upp í New York þar sem móðir hans rak snyrtistofu. Einn daginn kom skyggn kona inn á stofuna, leit á hinn unga Washington, tók pappírsblað og skrifaði efst á það: „Spádómur“ og fyrir neðan: „Þú átt eftir að ferðast um allan heim og predika yfir milljónum.“ Washington geymir þetta blað ennþá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig
Fókus
Fyrir 2 dögum

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnarök undir jökli – Áleitin spennusaga um siðferði og samkennd og skort á þeim gildum

Ragnarök undir jökli – Áleitin spennusaga um siðferði og samkennd og skort á þeim gildum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áður óséð myndband setur allt í uppnám í máli Blake Lively gegn leikstjóranum Justin Baldoni

Áður óséð myndband setur allt í uppnám í máli Blake Lively gegn leikstjóranum Justin Baldoni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro
Fókus
Fyrir 4 dögum

Missti 77 kíló án Ozempic – Fann síðan eitthvað í handarkrikanum

Missti 77 kíló án Ozempic – Fann síðan eitthvað í handarkrikanum