fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Fókus

Seldi Ratcliffe jörðina: „Við töldum okkur bara ekki hafa neitt val“

Auðkýfingurinn keypti jörðina Síreksstaði, sem á land að Hofsá

Ritstjórn DV
Laugardaginn 21. janúar 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það var erfitt að selja,“ segir Sigríður Bragadóttir en þau Halldór Georgsson seldu auðjöfrinum Jim Ratcliffe jörð sína á Síreksstöðum í Vopnafirði síðastliðið haust. Um jörðina rennur Hofsá. Í viðtali við Austurgluggann, fréttblað Austurlands, segir Sigríður frá sölunni: „Það var erfitt að selja. Við erum að fullorðnast og stóðum frammi fyrir því annaðhvort að vera hérna með sama og engan búskap eða selja.“

Ratcliffe hefur á síðastliðnum mánuðum keypt upp íslenskar jarðir á norðaustanverðu landinu, helst jarðar sem liggja að laxveiðiám. Nýverið bárust fréttir af því að hann hefði boðið í jarðir sem liggja af Hafralónsá í Þistilfirði en hann á einnig hlut í veiðifélaginu Streng sem rekur laxveiðiárnar Selá, Hofsá og Hafralónsá.

Jörðin ekki auglýst

Sigríður segir jörðina ekki hafa verið auglýsta en aðspurð um hvort þau hafi fengið gott verð fyrir miðað við sambærilegar jarðir segir hún: „Ég veit ekki hvað skal segja, já kannski“. DV hefur greint frá því að tilraunir Ratcliffe til að kaupa jarðir hafi oft varðað háar upphæðir sem valdið hafa deilum innan sveitanna og jafnvel innan fjölskyldna.

Sigríður segir aðstæður dóttur þeirra hafa spilað hlutverk þegar kom að ákvörðuninni. Sigríður segir mjög erfitt fyrir ungt fólk að fjárfesta í jörðum og stofna til búskaps en með sölunni gæti dóttir þeirra haldið búskap áfram og ferðaþjónustu annars staðar. „Til þess að það væri hægt þurftum við að selja. Við höfðum þennan möguleika og stukkum á hann,“ segir Sigríður við Austurgluggann.

Vill að jörðin verði í ábúð

Henni þykir jafnframt mikilvægt að jörðinni verði haldið áfram í ábúð. „Þessir menn vilja að það sé búið á jörðinni, þeir lögðu mikla áherslu á það. Íslenskir stóreignabændur sem kaupa jarðir loka bara veginum. Við upplifum það um allt land. Þannig er það ekki að hér – að minnsta kosti ekki ennþá. Það skiptir öllu máli að þeir vildu halda búskap áfram. Helst hefði maður viljað að krakkarnir hefðu getað keypt. Okkur hefði getað liðið best með það en stundum þarf maður að gera annað. Ég hefði ekki viljað selja ef ég hefði haft val. Við töldum okkur bara ekki hafa neitt val.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Stofnaði OnlyFans um leið og hún varð 18 ára – Faðir hennar bregst við

Stofnaði OnlyFans um leið og hún varð 18 ára – Faðir hennar bregst við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Háklassa vændiskona útskýrir af hverju hún myndi aldrei fara í vinnuferð til Dúbaí

Háklassa vændiskona útskýrir af hverju hún myndi aldrei fara í vinnuferð til Dúbaí
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fólk trúir honum ekki þegar hann segist vera með Ozempic typpi – Segir þetta sanna það

Fólk trúir honum ekki þegar hann segist vera með Ozempic typpi – Segir þetta sanna það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segja fótboltastráka á Íslandi þjást af mikilmennskubrjálæði: „Þá sagði hann: „Þessi flaska er dýrari en mánaðarlaunin þín“

Segja fótboltastráka á Íslandi þjást af mikilmennskubrjálæði: „Þá sagði hann: „Þessi flaska er dýrari en mánaðarlaunin þín“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dóttir Hulk Hogan útskýrir hvers vegna hún mætti ekki í jarðarförina hans

Dóttir Hulk Hogan útskýrir hvers vegna hún mætti ekki í jarðarförina hans
Fókus
Fyrir 5 dögum

Telur sig hafa fengið krabbamein vegna framhjáhaldsins

Telur sig hafa fengið krabbamein vegna framhjáhaldsins