fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fókus

Leitin tók á Viktor: „Ég grét í fanginu á henni“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Þriðjudaginn 24. janúar 2017 17:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Föstudaginn síðasta var ég kallaður suður af lögreglu og var ég kominn kl. 04:00 laugardagsmorgun. Leit byrjaði kl. 09:00. Falleg 20 ára gömul stúlka hafði ekki skilað sér heim í viku. Rúmlega 700 björgunarsveitarmenn af öllu landinu tóku þátt. Þessi aðgerð varð sú viðfangsmesta sem Landsbjörg hefur staðið fyrir,“ segir Viktor Klimaszewski meðlimur í björgunarsveitinni Sigurvon og Brimrúnu. Hann birti frásögn hvaða áhrif leitin að Birnu Brjánsdóttur hafði á hann og ljóst að hún tók mikið á bæði líkamlega og andlega. Flestir björgunarsveitarmenn hafa eflaust svipaða sögu að segja.

Viktor lýsir því að eftir tveggja daga erfiða leit í hrauni á milli Hafnarfjarðar og Grindavíkur hefðu loks borist fregnir um að Birna væri fundin. Flestir björgunarsveitarmanna voru þá sendir heim en sveit Viktors hélt áfram að leita í kolniðamyrkri að fleiri vísbendingum sem gætu varpað ljósi á atburðarásina.

„Ég kom heim seint um kvöldið, og það fyrsta sem beið mín var heitt faðmlag frá mömmu. Ég grét í fanginu á henni. Ég grét yfir þeirri staðreynd að ég var sendur á það svæði þar sem vondur maður losaði sig endanlega við Birnu, í von um vísbendingar hvar og hvort möguleg morðvopn hafi verið til staðar.“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Viktor segir leitina hafa tekið gríðarlega á andlega.

„Birna sýndi okkur það, að þegar þjóðin verður fyrir áfalli, verðum við að standa saman. Við erum fjölskylda. Birna, þú áttir þetta ekki skilið. Þú áttir það ekki skilið að vera rænd framtíðinni. Þú áttir ekki skilið að fá aldrei að sjá foreldra þína aftur. Fyrirgefðu.“

Þá segir Viktor að lokum:

„Mig langar hér með til þess að votta fjölskyldu þinni og vinum mína dýpstu samúð. Í von um bjartari daga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Alexandra Helga og Gylfi eiga von á öðru barni

Alexandra Helga og Gylfi eiga von á öðru barni
Fókus
Í gær

Svona líta svíturnar í skemmtiferðaskipunum út – Skópússun og einkabrytar

Svona líta svíturnar í skemmtiferðaskipunum út – Skópússun og einkabrytar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hin raunverulega Martha úr Baby Reindeer hótar Stephen King

Hin raunverulega Martha úr Baby Reindeer hótar Stephen King
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég geri mér 100 prósent grein fyrir því hvernig ég lít út“

„Ég geri mér 100 prósent grein fyrir því hvernig ég lít út“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Manowar halda tónleika á Íslandi – Eitt af stærstu þungarokksböndum sögunnar

Manowar halda tónleika á Íslandi – Eitt af stærstu þungarokksböndum sögunnar