Auglýsing Mobile Strike bar höfuð og herðar yfir aðrar auglýsingar á árinu
Arnold Schwarzenegger leikur aðalhlutverkið í vinsælustu auglýsingu ársins á myndbandavefnum YouTube. Google hefur gefið út lista yfir þær auglýsingar sem mest var horft á árinu á YouTube og er auglýsing fyrir farsímaleikinn Mobile Strike í fyrsta sæti.
Auglýsingin var frumsýnd á Super Bowl, úrslitaleik NFL-deildarinnar í amerískum fótbolta, fyrr á árinu og hafa rúmlega hundrað milljónir horft á hana. Það er um 40 milljónum fleiri áhorf en næsta auglýsing fékk. Hér að neðan má sjá 10 vinsælustu auglýsingar ársins á YouTube.