fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Rússneskir öfgahægrimenn eru með skelfilega framtíðarsýn

Ritstjórn DV
Föstudaginn 20. júní 2025 03:13

Frá Moskvu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stór-Rússland með að minnsta kosti 250 milljónir íbúa sem lúta stjórn einvalds, vel vopnum búið og reiðubúið til að berjast fyrir sérstakri hugmyndafræði sinni, sem er blanda af íhaldssemi og kristinni trú, með vopnavaldi.

Þetta er boðskapurinn um hvernig Rússland á að líta út 2050 en þetta var sett fram í nýrri skýrslu sem hugveitan Tsargrad, sem er ofuríhöldssöm rússnesk hugveita og fjölmiðlarekandi, gerði. Skýrslan var birt í síðustu viku en vakti ekki mikla athygli.

Í skýrslunni, sem heitir „Rússland árið 2050 – framtíðarsýn“, er Moskva í lykilhlutverki í baráttunni við frjálslynda heimskipan, sem byggist á reglum, í formi Vesturlanda.

Rússneskir öfgahægrisinnar skilja engan eftir í vafa um hvernig þeir sjá fyrir sér að Rússland verði byggt upp til framtíðar.

Skýrsluhöfundar segja að Rússland hafi náð besta árangrinum hvað varðar fullveldisþróun sína undir stjórn einræðisafla. Er þetta tilvísun til stjórnartíðar Ívans grimma, Péturs mikla, Nikulásar II og Stalíns og er ekki dregið dul á þetta í skýrslunni.

Tsargrad telur að Rússlandi hafi verið falið sérstakt verkefni af æðstu máttarvöldum: „Rússland er sjálfstætt menningarsamfélag sem guð hefur falið sérstakt andlegt og sögulegt verkefni,“ segir í skýrslunni.

Til að ná þeim markmiðum, sem eru sett fram í skýrslunni, þarf fæðingartíðnin í landinu að hækka úr 1,4 barni að meðaltali á hverja konu í 3 börn.

Hvað varðar utanríkismálin þá þarf að sölsa undir sig land, sem er nægilega stórt og fjölmennt, til að láta stórveldisdrauma öfgahægrimanna rætast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Fær ekki að byggja gistihús á Laugavegi

Fær ekki að byggja gistihús á Laugavegi
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Framkvæmdastjóri Parka skýrir málin – „Við erum í sama liði og neytendur“

Framkvæmdastjóri Parka skýrir málin – „Við erum í sama liði og neytendur“
Fréttir
Í gær

Réttað yfir Tesla vegna dauða ungrar konu – Hafi hunsað viðvaranir um sjálfstýringarbúnað í áraraðir

Réttað yfir Tesla vegna dauða ungrar konu – Hafi hunsað viðvaranir um sjálfstýringarbúnað í áraraðir
Fréttir
Í gær

Oscar heldur upp á ríkisborgararéttinn með ferðalagi um Ísland

Oscar heldur upp á ríkisborgararéttinn með ferðalagi um Ísland
Fréttir
Í gær

Gangstígur lagður alveg upp við Árskóga í óþökk íbúa – „Hafa aftur og aftur reynt að fá áheyrn“

Gangstígur lagður alveg upp við Árskóga í óþökk íbúa – „Hafa aftur og aftur reynt að fá áheyrn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deila vegna sölu fáksins Dags frá Kjarnholtum fyrir dómstóla – Hörð orðarimma í hesthúsi í Víðidal

Deila vegna sölu fáksins Dags frá Kjarnholtum fyrir dómstóla – Hörð orðarimma í hesthúsi í Víðidal