fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Harmleikurinn á Edition-hótelinu: Lögreglan hér á landi í sambandi við frönsku lögregluna

Ritstjórn DV
Föstudaginn 20. júní 2025 09:30

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsókn lögreglu á harmleiknum á Edition-hótelinu er í fullum gangi en eins og greint hefur verið frá er frönsk kona í haldi grunuð um að hafa ráðið eiginmanni sínum og dóttur bana á hótelinu um liðna helgi.

Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, sagði við franska fjölmiðla í gær að lögregla hér á landi hefði verið í samskiptum við frönsku lögregluna vegna málsins.

„Enn sem komið er hafa þeir ekki sýnt því áhuga að koma til Íslands en mögulega munu þeir ekki komast hjá því,” er haft eftir honum í franska miðlinum Voici.

Greint hefur verið frá því að fjölskyldan hefði bókað gistingu í sex nætur og harmleikurinn átt sér stað rétt áður en sá tími var liðinn. Þá hefur verið greint frá því að fólkið hafi verið búsett í Dublin á Írlandi og er haft eftir Ævari Pálma að það flæki rannsóknina að málið teygi sig til þriggja landa.

Konan hefur legið á sjúkrahúsi með stunguáverka síðan á laugardag.

Í frétt Voici kemur einnig fram að Ævar Pálmi hafi ekkert viljað segja til um það hvernig áverkarnir sem voru á konunni komu til. „Það er eitt af því sem við erum að rannsaka og við erum á fullu að því. Rannsóknin er skammt á veg komin en gengur samt vel.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Fær ekki að byggja gistihús á Laugavegi

Fær ekki að byggja gistihús á Laugavegi
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Framkvæmdastjóri Parka skýrir málin – „Við erum í sama liði og neytendur“

Framkvæmdastjóri Parka skýrir málin – „Við erum í sama liði og neytendur“
Fréttir
Í gær

Réttað yfir Tesla vegna dauða ungrar konu – Hafi hunsað viðvaranir um sjálfstýringarbúnað í áraraðir

Réttað yfir Tesla vegna dauða ungrar konu – Hafi hunsað viðvaranir um sjálfstýringarbúnað í áraraðir
Fréttir
Í gær

Oscar heldur upp á ríkisborgararéttinn með ferðalagi um Ísland

Oscar heldur upp á ríkisborgararéttinn með ferðalagi um Ísland
Fréttir
Í gær

Gangstígur lagður alveg upp við Árskóga í óþökk íbúa – „Hafa aftur og aftur reynt að fá áheyrn“

Gangstígur lagður alveg upp við Árskóga í óþökk íbúa – „Hafa aftur og aftur reynt að fá áheyrn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deila vegna sölu fáksins Dags frá Kjarnholtum fyrir dómstóla – Hörð orðarimma í hesthúsi í Víðidal

Deila vegna sölu fáksins Dags frá Kjarnholtum fyrir dómstóla – Hörð orðarimma í hesthúsi í Víðidal