fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Lindakirkju barst dularfullt bréf – „Olli þó smá vangaveltum“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 19. júní 2025 19:30

Lindakirkja. Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sagt er frá því á Facebook-síðu Lindakirkju í Kópavogi að þangað hafi borist bréf sem valdið hafi nokkrum heilabrotum því það hafi ekki verið stílað á kirkjuna sjálfa eða presta og aðra starfsmenn hennar. Komið hafi þó í ljós að bréfið hafi ekki átt að berast kirkjunni heldur tíðum gestum hennar, bræðrunum í dúettinum VÆB.

Um er að ræða sendibréf með gamla laginu, í umslagi, sem handskrifað hefur verið framan á, með tilheyrandi frímerkjum. Á umslagið er skrifað:

„H+M. Matthíasson. Uppsalir. 201 Kópavogur. Iceland.“

Einu mannvirkin við Uppsali í Kópavogi eru raunar Lindakirkja og Kópavogskirkjugarður og því rökrétt fyrir starfsfólk Íslandspósts að fara með bréfið í kirkjuna. Starfsmenn kirkjunnar voru nokkuð hvumsa í fyrstu þegar bréfið barst þangað en um það er ritað á Facebook-síðu kirkjunnar:

„Í Lindakirkju barst bréf. Bréfið olli þó smá vangaveltum.. H+M. Matthíasson? Eftir smá íhugun og google um að bréfið hefði ekki átt að fara eitthvert annað þá tóku djákninn og rekstrarstjórinn ákvörðun.“

Það þótti að lokum gefa augaleið hverjir áttu að fá bréfið:

„Það var sem okkur grunaði að hér væri á ferð bréf sem hefst á orðunum ,,Dear VÆB“. Að sjálfsögðu komum við því í hendur bræðranna en skemmtilegt eftir umfjallanir þeirra um kirkjuna sína að þá eru þeir líka farnir að fá póstinn sinn hingað.“

Raunar þurfti djákni kirkjunnar ekki að leita langt yfir skammt en þar er á ferðinni Áslaug Helga Hálfdánardóttir en það eru synir hennar Hálfdán Helgi og Matthías Davíð Matthíassynir sem skipa dúettinn VÆB, sem keppti fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí.

Væb og Lindakirkja

Hálfdán Helgi og Matthías hafa ekki farið leynt með sterk tengsl sín við Lindakirkju. Þeir munu hafa sótt kirkjuna frá barnæsku og eftir því sem DV kemst næst voru þeir fermdir í kirkjunni. Bræðurnir troða reglulega upp í kirkjunni og sögðu frá henni í tengslum við keppnina í myndböndum sem birtust á Youtube, meðal annars þessu:

Líklega hefur sendandi bréfsins orðið var við þessi tengsl bræðranna við Lindakirkju þegar viðkomandi hefur fylgst með þeim í söngvakeppninni. Það er erfitt að lesa á póststimpilinn á bréfinu af myndinni af því sem birt er á Facebook-síðu kirkjunnar. Á öllum frímerkjunum stendur hins vegar „Helvetia“ en öll svissnesk frímerki eru merkt með þessum nafni en Helvetia er kvenkyns vera sem er táknmynd Sviss. Það er því ekki ólíklegt að bréfið hafi verið póstlagt í Sviss en eins og flest vita fór söngvakeppnin einmitt fram þar og ljóst virðist að VÆB hefur með þátttöku sinni eignast aðdáanda sem er tilbúinn að leggja það á sig að skrifa bræðrunum bréf eins og fólk gerði í mörg hundruð ár áður en tölvupóstur og annað slíkt kom til sögunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Fær ekki að byggja gistihús á Laugavegi

Fær ekki að byggja gistihús á Laugavegi
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Framkvæmdastjóri Parka skýrir málin – „Við erum í sama liði og neytendur“

Framkvæmdastjóri Parka skýrir málin – „Við erum í sama liði og neytendur“
Fréttir
Í gær

Réttað yfir Tesla vegna dauða ungrar konu – Hafi hunsað viðvaranir um sjálfstýringarbúnað í áraraðir

Réttað yfir Tesla vegna dauða ungrar konu – Hafi hunsað viðvaranir um sjálfstýringarbúnað í áraraðir
Fréttir
Í gær

Oscar heldur upp á ríkisborgararéttinn með ferðalagi um Ísland

Oscar heldur upp á ríkisborgararéttinn með ferðalagi um Ísland
Fréttir
Í gær

Gangstígur lagður alveg upp við Árskóga í óþökk íbúa – „Hafa aftur og aftur reynt að fá áheyrn“

Gangstígur lagður alveg upp við Árskóga í óþökk íbúa – „Hafa aftur og aftur reynt að fá áheyrn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deila vegna sölu fáksins Dags frá Kjarnholtum fyrir dómstóla – Hörð orðarimma í hesthúsi í Víðidal

Deila vegna sölu fáksins Dags frá Kjarnholtum fyrir dómstóla – Hörð orðarimma í hesthúsi í Víðidal