fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Starfsmaður leikskóla var sakaður um árás á sex ára dreng – „Þú meiddir mig, þú meiddir mig“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 20. júní 2025 11:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað starfsmann leikskóla sem sakaður var um líkamsárás á sex ára dreng í leikskóla á höfuðborgarsvæðinu í maí 2022.

Maðurinn var ákærður fyrir að hafa gripið harkalega í hægri öxl barnsins með þeim afleiðingum að drengurinn hlaut mar og brunaför. Hann var jafnframt ákærður fyrir brot gegn barnaverndarlögum.

Samkvæmt frásögn foreldra drengsins, sem komu að sækja hann í leikskólann þennan dag, sáu þau starfsmanninn grípa í öxl sonar þeirra með miklu afli eftir að drengurinn kastaði sandi upp í loftið við sandkastala á skólalóðinni.

Drengurinn brást við með því að gráta og hrópa: „Þú meiddir mig, þú meiddir mig.“ Foreldrarnir sögðu að starfsmaðurinn hefði í kjölfarið dregið drenginn hágrátandi inn í skólabygginguna.

Drengurinn lýsti því síðar í skýrslu í Barnahúsi að starfsmaðurinn hefði klipið sig í öxlina. Myndir sem teknar voru síðar sama dag sýndu roða og mar á hægri öxl drengsins sem að sögn heimilislæknis gátu komið heim og saman við það að gripið hefði verið fast í öxl hans.

Starfsmaðurinn sem um ræðir krafðist sýknu og sagðist harma að drengurinn hefði hlotið þá áverka sem raun bar vitni. Um hafi verið að ræða óviljaverk.

Eitt vitni lýsti því að ágreiningur hefði risið á milli leikskólabarna í sandkassanum og hún séð starfsmanninn ganga að þeim „aðstæðum“ og taka drenginn „úr aðstæðunum“ á faglegan hátt. Hún kvaðst hvorki hafa séð starfsmanninn þrífa í peysu hans né grípa í öxl hans en drengurinn streist á móti þegar hann var leiddur frá sandkassanum.

Í niðurstöðu dómar kemur fram að miðað við ljósmyndir sem lagðar voru fram megi sjá þrjú mar- eða brunaför. Að gættum þeim ljósmyndum og framburði heimilislæknis taldi dómurinn hafi yfir skynsamlegan vafa að áverkarnir hafi komið til við það að einhver greip nógu harkalega um öxl drengsins til að skilja eftir þrjú för eftir fingur og eitt fingurfar á aftanverðri öxlinni.

Í dómnum er tekið fram að ófullnægjandi rannsóknaraðferðir lögreglu og seinkun á skýrslutökum hafi dregið úr sönnunargildi málsins. Þrátt fyrir að telja sannað að maðurinn hafi gripið fast um öxl drengsins og valdið áverkum, taldi dómurinn að ekki væri búið að sýna fram á að það hafi verið af ásetningi.

Ákærði var því sýknaður bæði af ákæru um líkamsárás samkvæmt 217. gr. almennra hegningarlaga og broti gegn 99. gr. barnaverndarlaga. Þá var miskabótakröfu móður drengsins, sem krafðist milljónar króna í bætur, vísað frá dómi. Allur sakarkostnaður var felldur á ríkissjóð, þar á meðal réttargæsluþóknun og málsvarnarlaun, samtals rúmlega ein og hálf milljón króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Framkvæmdastjóri Parka skýrir málin – „Við erum í sama liði og neytendur“

Framkvæmdastjóri Parka skýrir málin – „Við erum í sama liði og neytendur“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Eldgos hófst í nótt: Á heppilegum stað og virðist ekki ógna innviðum

Eldgos hófst í nótt: Á heppilegum stað og virðist ekki ógna innviðum
Fréttir
Í gær

Þriggja ára labbaði út af leikskóla og þaðan í Bónus

Þriggja ára labbaði út af leikskóla og þaðan í Bónus
Fréttir
Í gær

Hvað gerðist í flugslysinu mannskæða: „Þeir segja okkur aðeins það sem þeir vilja að við vitum – hinu er haldið leyndu“

Hvað gerðist í flugslysinu mannskæða: „Þeir segja okkur aðeins það sem þeir vilja að við vitum – hinu er haldið leyndu“
Fréttir
Í gær

Deila vegna sölu fáksins Dags frá Kjarnholtum fyrir dómstóla – Hörð orðarimma í hesthúsi í Víðidal

Deila vegna sölu fáksins Dags frá Kjarnholtum fyrir dómstóla – Hörð orðarimma í hesthúsi í Víðidal
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndband: Ósvífin skemmdarverk í Bergstaðastræti – Ung kona gekk á bílum

Myndband: Ósvífin skemmdarverk í Bergstaðastræti – Ung kona gekk á bílum