fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Pressan

Sláandi upplýsingar komu fram við réttarhöldin yfir „El Chapo“

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 16. janúar 2019 17:00

El Chapo þegar hann var framseldur til Bandaríkjanna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Réttarhöld yfir eiturlyfjabaróninum Joaquin Guzman, sem einnig er kallaður El Chapo, standa nú yfir í Bandaríkjunum.

Óhætt er að segja að sprengju hafi verið varpað í morgun þegar vitni lýsti því að El Chapo hefði mútað fyrrverandi forseta Mexíkó, Enrique Pena Nieto. Nieto var forseti Mexíkó á árunum 2012 til 2018 en hann er sagður hafa fengið um hundrað milljónir Bandaríkjadala, tólf milljarða króna, til að tryggja að El Chapo yrði ekki handtekinn.

Þetta sagði Alex Cifuentes, kólumbískur eiturlyfjabarón og fyrrverandi „hægri hönd“ El Chapo, eins og hann sagði sjálfur fyrir dómi. Hann sagði að Nieto hafi beðið um 250 milljónir dala en El Chapo hefði hreykt sér af því að hafa greitt hundrað milljónir dala í október 2012, skömmu áður en hann tók við embætti forseta. Þá þegar hafði Nieto verið kjörinn forseti með nokkrum yfirburðum.

Cifuentes sagði fyrir dómi að Nieto hefði komið þeim skilaboðum áleiðis til El Chapo „að hann þyrfti ekki að halda sig í felum“ ef hann greiddi umrædda upphæð.

Cifuentes var handtekinn í Mexíkó árið 2013 og framseldur til Bandaríkjanna í kjölfarið. Hann segist hafa verið í felum með El Chapo í um tvö ár í óbyggðum Mexíkó og því hafi samband þeirra verið náið á sínum tíma.

Nieto lét af embætti forseta Mexíkó í nóvember síðastliðnum og hafa talsmenn hans þvertekið fyrir það að hann hafi þegið mútugreiðslur af einhverju tagi. Hafa þeir bent á það að El Chapo hafi fyrst verið handtekinn árið 2014 þegar Nieto var enn forseti – og aftur árið 2016, 17 mánuðum eftir ævintýralegan flótta El Chapo úr fangelsi í Mexíkó.

Réttarhöldin yfir El Chapo standa enn yfir en verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér lífstíðarfangelsi í Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 4 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi