fbpx
Mánudagur 20.maí 2024
Sport

Gylfi Þór er íþróttamaður ársins 2016

Þetta er í annað skipti sem Gylfi hlýtur nafnbótina

Kristín Clausen
Fimmtudaginn 29. desember 2016 21:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Swansea, var í kvöld kjörinn íþróttamaður ársins 2016. Þetta er í annað sinn sem Gylfi er kjörinn Íþróttamaður ársins en hann hlaut einnig nafnbótina árið 2013.

Gylfi og allt íslenska landsliðið stóð sig frábærlega í sumar er lokakeppni EM í Frakklandi fór fram og komst Ísland í 8-liða úrslit.

Þetta var tilkynnt á árlegu hófi Samtaka íþróttafréttamanna og Íþrótta- og ólympíusambands Íslands í Hörpu í kvöld.

Gylfi fékk 430 stig en sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir, sem varð önnur í kjörinu, fékk 390 stig. Mest er hægt að fá 460 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu stórkostlegt mark Caicedo í dag – Skoraði frá miðju

Sjáðu stórkostlegt mark Caicedo í dag – Skoraði frá miðju
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Reynsluboltarnir munu framlengja við Real Madrid

Reynsluboltarnir munu framlengja við Real Madrid