Leoncie flytur af landi brott – Hélt sína síðustu tónleika hér á landi á Hard Rock Café
Það var rífandi stemning á Hard Rock Café í miðborg Reykjavíkur á laugardagskvöld þegar indverska prinsessan, hin eina sanna Leoncie, hélt sína síðustu tónleika hér á landi.
Leoncie hyggst flytja af landi brott í byrjun nýs árs ásamt manni sínum, Viktori.
Gunnar Lárus Hjálmarsson, Dr. Gunni, skipulagði tónleikana á laugardagskvöld og í samtali við dv.is í síðustu viku hrósaði hann Leoncie í hástert.
„Leoncie er algjörlega einstök í sinni röð hérlendis. Við erum að missa listakonu sem fer sínar eigin leiðir, oft í miklum mótvindi,“ sagði hann.
Þá sagði Leoncie í samtali við DV á dögunum að hún væri að flytja til Indlands til að hella sér út í stjórnmál.