fbpx
Mánudagur 20.maí 2024
Sport

Reynslumesti leikmaður Finna í tveggja ára keppnisbann

Lyfjapróf leiddi í ljós að Roman Eremenko hafði neytt kókaíns

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 18. nóvember 2016 11:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur dæmt finnska landsliðsmanninn Roman Eremenko í tveggja ára keppnisbann. Eremenko, sem er 29 ára leikmaður CSKA í Moskvu, á 73 landsleiki að baki fyrir finnska landsliðið, en hann var óvænt ekki í hópi Finna sem spilaði á Laugardalsvelli í haust.

Leikmaðurinn var tekinn í lyfjapróf eftir leik Bayer Leverkusen og CSKA í Meistaradeildinni þann 14. september síðastliðinn en í sýninu fundust leifar af kókaíni. Bannið þýðir að Eremenko mun ekki leika fyrir CSKA eða finnska landsliðið næstu tvö árin.

Eremenko getur áfrýjað banninu, en ekki liggur fyrir hvort hann muni nýta sér þann rétt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu stórkostlegt mark Caicedo í dag – Skoraði frá miðju

Sjáðu stórkostlegt mark Caicedo í dag – Skoraði frá miðju
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Reynsluboltarnir munu framlengja við Real Madrid

Reynsluboltarnir munu framlengja við Real Madrid