fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Fréttir

Vigdís minnist móður sinnar sem lést á þriðjudagskvöldið: „Nú hefur hún lagt af stað í sitt síðasta ferðalag“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 19. desember 2018 23:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, kvaddi móður sína í hinsta sinn á þriðjudagskvöld. Móðir hennar, Sigurbjörg Geirsdóttir, lést eftir nokkuð langa sjúkralegu, 86 ára að aldri, fædd árið 1932.

Vigdís minnist móður sinnar með stuttum en fallegum pistli á Facebook-síðu sinni. Hún veitti DV góðfúslega leyfi til að birta færsluna, sem og meðfylgjandi ljósmynd sem sýnir þær systur, Vigdísi og Margréti, með móðurinni, Sigurbjörgu.

DV færir Vigdísi og fjölskyldu hennar einlægar samúðarkveðjur.

„Kæru vinir – ég hef ekki verið mikið virk á Facebook undanfarna daga – fyrir því er ástæða
Móðir mín lést í gærkvöldi og er það mjög skrítin tilfinning sem umleikur mann þegar sú staðreynd er ljós
Allt þetta átti sér nokkuð langan aðdraganda en síðustu daga hef ég eðlilega verið með hugann hjá henni
Mamma elskaði að ferðast bæði utan- og innanlands. Nú hefur hún lagt af stað í sitt síðasta ferðalag
Hér er hún með okkur Margréti systur í veislu í Ráðherrabústaðnum á góðri stundu – ljósmyndina tók Snorri Þorvaldsson.

 Tilvera okkar er undarlegt ferðalag—.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tókust á við áskoranir þegar versta veðrið gekk yfir Vestmannaeyjar í nótt – Hætt við brennuna af öryggisástæðum

Tókust á við áskoranir þegar versta veðrið gekk yfir Vestmannaeyjar í nótt – Hætt við brennuna af öryggisástæðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Karlmaður og kona sakfelld: Fengu 6,3 milljónir inn á reikning fyrir mistök og skiluðu ekki fénu

Karlmaður og kona sakfelld: Fengu 6,3 milljónir inn á reikning fyrir mistök og skiluðu ekki fénu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eru Bandaríkin að missa þolinmæðina gagnvart Ísrael?

Eru Bandaríkin að missa þolinmæðina gagnvart Ísrael?