Vísindamiðlarann Sævar Helga Bragason þarf alla jafna ekki að egna þegar viðburðir himinhvolfsins eru á næsta leiti; hann er iðulega með allt á hreinu og segir frá af slíkri innlifun að eftir er tekið. Í gær, mánudag, var þar sem heiðskírt var hægt að sjá stærsta tungl sem sést hefur í 70 ár.
Að þessu sinni gaf Sævar lítið fyrir viðburðinn og setti í skemmtilegt samhengi. „Í dag togar tunglið í þig með jafn miklum krafti og býfluga í 1m fjarlægð. Alla jafna væri hún í 1,08m í burtu. Ofurbýfluga!“ skrifar hann kaldhæðinn á Twitter.