fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Neytendur

Við borgum 40 þúsund krónum meira fyrir bílstólinn

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 27. nóvember 2016 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Britax Advansafix barnabílstóll er mun dýrari á Íslandi en í nágrannalöndunum. Stóllinn er meira en tvöfalt dýrari hér en í Bretlandi og munurinn á Íslandi og Danmörku er 40 þúsund krónur. Þetta sýnir verðsamanburður DV.

Snorri Ólafur Jónsson hjá Fífu segir gengisbreytingar gera fyrirtækinu erfitt að bjóða upp á verð sem standist verði í nágrannalöndunum snúning. Ef miðað sé við gengi pundsins eins og það var í vor, 185 krónur, þá kæmi samanburðurinn miklu betur út. Hár flutningskostnaður sé ekki til þess að bæta ástandið.

Hann segir að í tilfelli þessarar vöru sé Fífa endursöluaðili en ekki umboðsaðili. „Þar af leiðandi erum við ekki að fá besta verðið hjá þeim.“ Til að fá hagstæðari verð þyrfti Fífa að kaupa vörurnar í ákveðnu lágmarksmagni og því nái verslunin ekki nema í örfáum vöruflokkum. „Laun og tengd gjöld eru líka hærri hérlendis en víða er í Evópu.“

Hann segir að hvað samanburð við Bretland áhræri muni miklu um að þar sé virðisaukaskattur á barnabílstóla 5% en hér sé hann 24%. Snorri segir að markaðurinn í Bretlandi sé skakkur vegna gengisfalls pundsins en það muni breytast á nýju ári þegar búðir fara að kaupa vörur á nýju gengi pundsins.

„Við höfum verið að lækka verð á mörgu hjá okkur undanfarið þegar nýjar sendingar hafa verið að detta í hús og fylgjumst líka vel með hvað sé að gerast hvað verð áhrærir í löndum í kringum okkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanNeytendur
24.04.2020

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19
EyjanNeytendur
12.04.2020

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“
Neytendur
09.02.2020

Hvað er málið með örorkubætur?

Hvað er málið með örorkubætur?
Neytendur
02.02.2020

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár
EyjanNeytendur
23.07.2019

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“
EyjanNeytendur
01.07.2019

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“
EyjanNeytendur
06.05.2019

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn
EyjanNeytendur
02.05.2019

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“