fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fókus

FÓKUS býður í bíó – The Sisters Brothers í Laugarásbíói

Ragna Gestsdóttir, Tómas Valgeirsson
Mánudaginn 3. desember 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

The Sisters Brothers gerist árið 1851 í Oregon og hefst þegar gulleitarmaður er á flótta undan hinum alræmdu leigumorðingjum, Sisters-bræðrunum, Charlie og Eli. Það eru John C. Reilly og Joaquin Phoenix sem leika þá Sisters-bræður en auk þeirra fara Jake Gyllenhaal, Riz Ahmed og Rutger Hauer með önnur hlutverk, en einnig skýtur íslenski leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson upp kollinum og verður hann sérstakur heiðursgestur sýningarinnar.

The Sisters Brothers er sú nýjasta frá hinum virta franska kvikmyndagerðarmanni Jacques Audiard, hinum sama og gerði til dæmis A Prophet, Rust and Bone og Dheepan. Myndin er byggð á samnefndri metsölubók eftir Patrick DeWitt, en höfundurinn hlaut Stephen Leacock Memorial verðlaunin árið 2012 fyrir grínskrif.

Myndin hefur hlotið toppdóma gagnrýnenda og hafa leikararnir verið hlaðnir lofi úr öllum áttum ásamt dökkum húmor sögunnar. Öruggt er að lofa tilvonandi sýningargestum að hér er engin hefðbundin kúrekamynd á ferðinn.

Á miðvikudaginn, 5. desember, ætlar Fókus að bjóða kvikmyndaáhugafólki og vestraunnendum á myndina The Sisters Brothers.

Um er að ræða lokaða forsýningu í AXL sal Laugarásbíós kl. 19:50 og gefst lesendum tækifæri á því að fá boðsmiða fyrir sig og einn gest, jafnvel fleiri ef heppnin segir til.

Það sem þú þarft að gera er að líka við Facebooksíðu Fókus og tagga vini/vinkonur, maka, vinnufélaga eða þá sem þú vilt taka með þér í bíó (athugið að aldurstakmark er 16 ára).

 

Við látum þá heppnu vita á miðvikudag.

Þeir sem mæta í bíóið geta tekið þátt í lukkupotti, en daginn eftir bíóið munum við draga nokkra heppna út sem fá glæsilega vinninga. Taktu þátt og fylgstu með Fókus á Facebook.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Framleiða þætti eftir bók Elizu – „Ég er ótrúlega spennt að sjá mína fyrstu skáldsögu vakna til lífs á sjónvarpsskjánum“

Framleiða þætti eftir bók Elizu – „Ég er ótrúlega spennt að sjá mína fyrstu skáldsögu vakna til lífs á sjónvarpsskjánum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fanney varð ólétt 17 ára: „Oft hugsa ég til baka, það er ótrúlegt hvað maður kom samt vel út úr þessu“

Fanney varð ólétt 17 ára: „Oft hugsa ég til baka, það er ótrúlegt hvað maður kom samt vel út úr þessu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjar myndir af söngkonunni ýta undir Ozempic orðróm

Nýjar myndir af söngkonunni ýta undir Ozempic orðróm
Fókus
Fyrir 3 dögum

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Birgitta Líf er á Spáni: „Staðan í einu búðinni sem var opin nálægt var eins og fyrir dómsdag“

Birgitta Líf er á Spáni: „Staðan í einu búðinni sem var opin nálægt var eins og fyrir dómsdag“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum