fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Pressan

Hún bað um skilnað svo hann skar af henni hendurnar

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 16. nóvember 2018 21:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneskur maður sem hjó báðar hendur af konu sinni eftir að hún fór fram á skilnað var í gær dæmdur í 14 ára fangelsi. Málið þykir varpa ljósi á slæmar aðstæður kvenna í Rússlandi þar sem heimilisofbeldi hefur að hluta verið afglæpavætt.

Þegar Margarita tilkynnti manni sínum, Dimitry Grachyov, að hún ætlaði að skilja við hann varð hann sannfærður um að hún hefði haldið framhjá honum og hugstola af afbrýði.  Dimitri lokkaði Margaritu í tvígang út í skóg, þar sem hann hótaði henni lífláti í fyrra skiptið en í því seinna hjó hann af báðar hendur hennar við úlnlið.

Eftir aflimuna var Dimitry hinn kátasti og ók Margaritu á spítala á meðan hann endurtók ítrekað frasann „…svo mikið adrenalín“.

Árásin átti sér stað í desember árið 2017 en Dimitry var í gær dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir verknaðinn. Margarita og hann eru í dag skilinn þrátt fyrir að Dimitry hafi hótað Margaritu morði ef hún biði hans ekki við lok fangavistarinnar.  Hélt hann í einlægni að þau gætu tekið upp þráðinn að nýju að lokinni afplánun þar sem nú hefði Margarita lært sína lexíu og þau orðinn kvitt.

Margarita leitaði, samkvæmt The Moscow Times, til lögreglu eftir fyrra tilvikið en fékk þar enga aðstoð og aðeins þremur dögum síðar varð hún tveimur höndum fátækari.

Málið þykir varpa ljósi á þær hættulegu aðstæður sem rússneskar konur búa við eftir að heimilisofbeldi var að hluta til afglæpavætt með lagabreytingu þar sem mönnum var gert refsilaust að beita maka sinn ofbeldi ef um fyrsta brot væri að ræða og afleiðingar minniháttar.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 4 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi