fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Pressan

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 15. nóvember 2018 06:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar ég var 18 ára var ég vanur að forðast að líta í spegil. Ég vandi mig á að líta undan því ég vildi ekki horfast í augu við staðreynd – að ég var 124 kíló. En dag einn þegar ég settist inn í bílinn komst ég ekki hjá því að sjá spegilmynd mína. Ég þekkti ekki manninn sem horfði á mig. Ég sat í bílnum og grét. Síðan ók ég heim til mömmu og sagði í fyrsta sinn: „Ég get ekki meira.“ Þetta var upphafið að langri vegferð sem varð til þess að ég léttist um 50 kíló. Á þessari leið hef ég lært hluti sem ég vildi að ég hefði vitað frá upphafi. Þetta er það sem enginn sagði mér um hvernig það er að léttast:“

Þetta segir Jannick Svensson, ungur Svíi, um upphafið að vegferð hans til léttara og auðveldara lífs.

„Að vera svona þungur var eitthvað sem ég vissi alltaf af. Það var martröð að sjá sjálfan sig í spegli eða þurfa að hnýta skóreimar. Svo var alltaf þessi tilfinning að vera ekki eins og aðrir. Það fyrsta sem ég gerði þegar ég vildi takast á við þyngdina var að skoða hvað væri hollur matur og hvað væri óhollur matur. Þá fékk ég fyrsta áfallið: Það sem ég hafði trúað allt lífið var rangt.

Það kom í ljós að ótti minn við fitu var ein af stærstu ástæðunum fyrir ofþyngdinni. Allt lífið hafði fólkið í kringum mig talað um að fita væri ástæða offitu en þegar ég fór að skoða þetta betur sá ég að fituskertar matvörur, sem eru í öllum verslunum, eru í raun verri en þær „venjulegu“. Ég komst að því að fituskertu matvörurnar innihalda oft meiri sykur. Í dag vitum við að sykur og kolvetni gera okkur feit. Þegar maður borðar sykur og kolvetni framleiðir líkaminn insúlín en það er hormónið sem lætur líkamann geyma meiri fitu.“

Segir Jannick á vefsíðu sinni um þetta.

„Þetta leiddi mig á slóð annars sökudólgs á heimilinu, hveiti. Fínmalað hveiti sem er selt í dag er allt öðruvísi en hveitið sem amma mín borðaði þegar hún var barn. Hveiti lætur blóðsykurinn rísa hratt og þá eykst insúlínið. Það sama á við um hvítt brauð og pasta. Þegar ég áttaði mig á þessu hugsaði ég með mér: „En ég er þó með kartöflur og hrísgrjón, það er hollt“. En ég hafði rangt fyrir mér. Ég varð að melta með mér að sterkjan í kartöflum og hrísgrjónum gerir okkur feit.

En líkaminn þarfnast kolvetna til að geta starfað, sérstaklega heilinn, hugsaði ég með mér. En ég varð að játa mig sigraðan hér því fólk hefur komist af í gegnum árþúsundin án þess að borða mikið af kolvetnum og sterkju.

Ég lærði að takmarka kolvetnaneysluna mjög (ég borða minna en 20 grömm af kolvetnum á dag) en þá fer líkaminn að ganga á fituna til að fá orku.

Eftir hvert megrunartímabil reyndi ég að taka „eðlilega“ vana upp að nýju og borða eðlilega skammta en þá sprakk ég alltaf. Ég hef komist að því að mér líður miklu betur ef ég borða lítið af kolvetnum en held mig við fitu- og prótínríkt fæði í staðinn. Eftir nokkurn tíma á þessu mataræði var ég orðinn orkumeiri og fór að hlaupa. Líkaminn fór að líkjast því sem hann átti að vera. Húðin varð betri, maginn varð betri, ég fór að sofa betur og var glaðari. Nú hef ég áttað mig á hversu mikilvægt mataræðið er og ég er mjög nákvæmur varðandi hvað ég borða.“

Segir Jannick og víkur síðan að mikilvægasta lærdómnum af þessu:

„Það allra mikilvægasta sem ég lærði af þessu er að viðurkenna að manni getur mistekist. Þegar það gerist þá opnast nýjar leiðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Prófessor segir að háskólanemar stundi ekki nógu mikið kynlíf og það ýti þeim út í þetta

Prófessor segir að háskólanemar stundi ekki nógu mikið kynlíf og það ýti þeim út í þetta