fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Pressan

Leynileg skjöl sýna hversu hræðilegar afleiðingar sólstormar geta haft á jörðinni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. nóvember 2018 08:45

Sólgos valda sólstormum. Mynd:NASA/GSFC/SDO

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega var leynd aflétt af skjölum bandaríska hersins sem snúa að áhrifum sólstorma hér á jörðinni. Öflugir sólstormar geta hafa mikil áhrif hér á jörðinni og geta lamað nútímasamfélög því þeir geta lamað raforku- og fjarskiptakerfi.

Í nýrri rannsókn Delores J. Knipp, hjá University of Colorado, er fjallað um sólstorma og þar á meðal einn sem skall á jörðinni 4. ágúst 1972. Þessi sólstormur, eða rafmagnaðar agnir frá sólinni, hafði þau áhrif að fjöldi jarðsprengja, sem Bandaríkin höfðu komið fyrir við strendur Víetnam, sprungu. Samkvæmt skjölum hersins er talið að 4.000 jarðsprengjur hafi sprungið samtímis.

Þessi sólstormur var mjög öflugur, nær jafn öflugur og sá sem skall á jörðinni 1859. Áhrifa hans gætti víða því norðurljós sáust þá um allan heim. Ef álíka öflugur sólstormur myndi skella á jörðinni núna myndi hann eins og fyrr segir lama raforku- og fjarskiptakerfi um allan heim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári
Pressan
Fyrir 5 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru