fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Pressan

Rosalegar myndir frá eldunum í Kaliforníu

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 13. nóvember 2018 12:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekkert lát virðist vera á kjarreldunum sem nú geysa í Kaliforníu. Nú þegar er staðfest að 44 hafi látist í eldunum og þá er enn minnst 200 saknað.

Eldar loga á fjölmörgum stöðum í Kaliforníu. Nú síðast kom upp kjarreldur í Thousand Oaks en aðeins eru nokkrir dagar síðan byssumaður skaut fjölda fólks til bana í þessum friðsæla bæ.

Bærinn Paradís er nánast brunninn til kaldra kola að öllu leyti.

Á myndbandi hér að neðan sést þegar fjöldi ökumanna reyndi að flýja eldana í Simi Valley. Fyrir ofan veginn sést þyrla hella vatni á eldana sem loga í hlíðum við veginn.

Veðurspár gera ráð fyrir því að hlýir vindar muni áfram blása í Kaliforníu, að minnsta kosti þar til á morgun, sem gæti gert slökkvistarf erfitt. Þá hefur verið mjög þurrt í veðri að undanförnu.

„Ég hef verið slökkviliðsmaður í 31 ár en á síðustu fimm, kannski sjö, árum hefur ástandið versnað ár frá ári,“ segir Scott Jalbert, slökkviliðsstjóri Kaliforníu, í samtali við AP-fréttastofuna.

Þyrla við björgunarstörf í Simi Valley:

Umfjöllun Guardian um kjarreldana:

Bærinn Paradís er rústir einar:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Les farsíminn hugsanir þínar?

Les farsíminn hugsanir þínar?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skipstjórinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi eftir harmleikinn

Skipstjórinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi eftir harmleikinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart