fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Pressan

Magnus sendir allt að 80 typpamyndir á kvöldi – Andrea: „Ég vil ekki fá typpamyndir“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. nóvember 2018 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur færst í vöxt að karlmenn sendi myndir af getnaðarlimi sínum (dickpicks) til kvenna, oftast nær, en oft eru þetta óumbeðnar myndasendingar og falla misjafnlega í kramið hjá móttakendunum. Einn þeirra sem þetta gerir er Magnus en hann segist stundum senda 50 til 80 slíkar myndir á einu kvöldi.

Þetta kemur fram í umfjöllun Norska ríkisútvarpsins (NRK) um málið í þættinum Innafor þar sem þetta mál er skoðað og rætt við marga um þetta. Leitast er við að finna skýringar á af hverju karlmenn gera þetta og hvað konum finnst um að fá myndir sem þessar.

Fram kemur að samkvæmt könnun sem var gerð fyrir þáttinn hafi 500 manns á aldrinum 18 til 30 ára verið spurðir hvort þeir hafi sent typpamyndir eða hafi fengið slíkar myndir. 35% karlmannanna sögðust hafa sent typpamyndir og 59% kvennanna höfðu fengið slíkar myndir.

Einnig kom fram að 45% kvennanna höfðu fengið typpamyndir sendar óumbeðnar en á hinn bóginn sögðust aðeins 6% karla hafa sent slíkar myndir óumbeðnir. Eitthvað virðist því ekki passa inn í þessa tölfræði nema auðvitað að það séu bara sárafáir karlar sem stunda þessa iðju. Af þeim konum, sem höfðu fengið óumbeðnar typpamyndir, höfðu tæplega 60% fengið þær frá ókunnugum. Í könnuninni kom einnig fram að af engri konu, sem hafði fengið typpamynd senda, fannst það kynferðislega örvandi. 65% fannst óþægilegt að fá slíkar myndir.

Ein þeirra sem rætt er við í þættinum er hin íslenska Andrea Sveinsdóttir sem er þekktur bloggari í Noregi og hefur tekið þátt í raunveruleikaþáttum í sjónvarpi. Andrea sagði að þegar hún var í sviðsljósinu vegna raunveruleikaþáttanna hafi hún fengið margar typpamyndir sendar í viku hverri en nú séu þær kannski ein eða tvær á viku. Hún segir myndirnar vera frá körlum sem hún þekkir ekki neitt.

„Fyrstu „kynni“ mín af þeim eru myndir af typpinu þeirra.“

Hún sagðist ekki hafa neinn áhuga á að fá myndir sem þessar en hafi ekki gert neitt í málinu.

„Ég svara þeim aldrei, hvað á ég að segja? Ég vil bara losna við þá svo ég loka á þá. Ég hef ekki áhuga á að sjá typpamyndir.“

Í þættinum var rætt við ungan mann Magnus að nafni. Hann sagðist oft senda typpamyndir til kvenna, allt að 50 til 80 á kvöldi. Hann sagðist aðeins senda slíkar myndir til kvenna sem óska eftir slíkum sendingum.

„Með þessu vonast ég til að stelpan örvist jafnvel aðeins við þetta. Best er ef maður fær eitthvað til baka sem manni líkar sjálfum að sjá.“

Sagði Magnus. Hann sagðist einu sinni hafa sent typpamynd óumbeðið þar sem hann hafði misskilið konuna. Hann sagðist hafa áttað sig á mistökum sínum og beðist afsökunar. Hann sagði alvanalegt í dag að senda slíkar myndir.

„Þú þarft að leita lengi til að finna einhvern sem ekki hefur gert þetta. Ég held eiginlega að allir hafi gert þetta. Það geta verið sendingar til kærustunnar, vinanna eða til margra stúlkna samtímis.“

Hvað varðar nektarmyndasendingar kvenna kom fram í fyrrnefndri könnun þáttarins að 43% þeirra höfðu sent slíkar myndir. Flestar höfðu þær sent slíkar myndir til einhvers sem þær áttu í ástar- eða kynlífssambandi við. 14% þeirra sögðust hafa sent slíkar myndir eftir að hafa verið beittar þrýstingi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kjúklingur og kókaín

Kjúklingur og kókaín
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision
Pressan
Fyrir 2 dögum

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks