fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Gleymdu að setja lík í kæli þegar komið var með það til Reykjavíkur

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. október 2018 08:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að morgni síðasta fimmtudags fannst karlmaður á fertugsaldri látinn á heimili sínu á Akureyri. Enginn réttarmeinafræðingur er starfandi á Akureyri og því þurfti að flytja líkið til Reykjavíkur til krufningar. Það var gert á föstudaginn og sá Flytjandi, dótturfyrirtæki Eimskips, um það. Þegar komið var með líkið til Reykjavíkur fórst fyrir að setja það í kæli og var það sett í geymslu sem er ekki kæld.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Haft er eftir Ólafi William Hans, upplýsingafulltrúa Eimskips, að búið hafi verið um hinn látna á vandaðan hátt eins og gert er í tilfellum sem þessum. Kistunni var síðan komið fyrir í annarri plaskistu. Kistan var síðan sett í gám og ekið með hana suður til Reykjavíkur.

Þegar komið var með kistuna til Reykjavíkur aðfaranótt laugardags urðu þau mistök að hún var ekki sett í kæli heldur í geymsluskýli sem ekki er sérstaklega kælt. Þar stóð kistan þar til klukkan 10 næsta morgun en þá uppgötvuðust mistökin en kistan hafði þá verið í skýlinu í um átta klukkustundir.

Fréttablaðið segir að líkið hafi verið krufið í gær og sé niðurstaðan að líklega hafi hjartaáfall orðið manninum að bana. Fréttablaðið segist hafa heimildir fyrir að sá fyrirvari hafi verið settur við skýrsluna að ekki væri hægt að fullyrða um dánarorsök þar sem farið var að sjást á líkinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Í gær

Helga spurði Jón Gnarr óvæntrar spurningar sem vakti kátínu

Helga spurði Jón Gnarr óvæntrar spurningar sem vakti kátínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórfurðulegt skuldamál – Segjast hafa lánað konu í Hafnarfirði tugi milljóna samkvæmt munnlegu samkomulagi

Stórfurðulegt skuldamál – Segjast hafa lánað konu í Hafnarfirði tugi milljóna samkvæmt munnlegu samkomulagi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum